Til baka 
 
 
Litín (Liþíum) - Li

 

Sætistala: 3

Atómmassi: 6,939u og massatalan 7

Bygging atómsins:

Hvar efnið er að finna:
Litín (Li) finnst víða, en í mjög breytilegu magni, í plöntum (0,4 til 1000 míkrógrömm/g) og jarðvegi (frá því innan við 10 og yfir 100 míkrógrömm/g) (1 míkrógramm = 10-6 g). Í plöntum er þessi styrkur mjög háður tegundum, sem og þeim jarðvegi sem plönturnar vaxa í. Í Austur-evrópskri rannsókn reyndist litínmagn í algengum baunategundum vera á bilinu 5 - 34 míkrógrömm/g og í algengum korntegundum (til dæmis maís, rúgi, hveiti, höfrum og byggi) mældist litínstyrkur á bilinu 24 - 66 míkrógrömm/g.

Í vefjum manna og dýra kemur litín fyrir í mun lægri styrk, en birtar mæliniðurstöður hafa reynst mjög breytilegar eða á bilinu 2 - 200 ng/g (1 ng = 1 nanógramm = 10-9 g). Til að mynda hefur litínmagn í vöðva Kyrrahafsþorsks mælst 20 ng/g, en í lýsingi af sama hafsvæði 108 ng/g.

Eins hafa mælingar sem miðað hafa að því að meta inntöku litíns í fæði manna verið nokkuð breytilegar eftir löndum eða landsvæðum, og ef til vill eftir þeim efnagreiningaraðferðum sem notaðar voru. Þó hefur það verið metið að inntaka litíns í dæmigerðu bandarísku fæði sé um 60 - 70 míkrógrömm á dag, og Finnar neyti um 35 míkrógramma á dag í dæmigerðu finnsku fæði.

Hvering efnið er notað: Litínsölt hafa um áratugaskeið verið notuð með góðum árangri við meðhöndlun sjúklinga sem þjást af geðhvörfum (manic-depressive disorders). Daglegir lyfjaskammtar samsvara um 250 - 500 mg af litíni, sem er miklu meira magn en hægt er að fá úr fæðinu. Lyfjaskammtar miðast við að viðhalda styrknum 7-10 míkrógrömmum/ml í blóðvökva sjúklinga. Eitrunaráhrif hafa komið fram við um það bil tvöföldun þessa styrks.

Hvernig nafn þess er tilkomið eða annað forvitnilegt: Líffræðileg áhrif litíns eru ekki fullkomlega þekkt, en dýrarannsóknir hafa sýnt að skortseinkenni geta komið fram í dýrum á mjög litínsnauðu fæði.

Heimildaskrá:

Höfundur: Una Lára Lárusdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2003/SK