Til baka 
 
 
Silfur - Ag


Sætistala:
47
Atómmassi: 107,868 u

Bygging atómsins: Rafeindahýsing: [ Kr ] 4d10 5s1.

Eðlismassinn er 10,49 g/cm3. Fast efni við staðalaðstæður. Suðumarkið er 2435 K. Bræðslumarkið er 1235,93 K. Myndar súr og mjög basísk oxíð

Silfur hefur verið þekkt frá ómunatíð. Efnið er það mýksta og þjálasta, ef undan er skilið gull. Harka þess er á milli 2,5 og 2,7. Silfur er frekar óvirkt en efnasambönd sem innihalda brennistein tæra það frekar hratt.

Silfur er notað í skartgripi, við myntsláttu, við ljósmyndun og í borðbúnað. Oft er það blandað öðrum málmum til að auka styrk þess. Svokallað sterling-silfur er blanda silfurs og kopars, 92,5% Ag og 7,5% Cu. Efnablöndur með silfri eru notaðar í lyf.

Heimildir:

http://www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi/Ag.htm

Höfundar: Ásgeir Geirsson, Hildur Þóra Þorvaldsdóttir og Kári Þorleifsson, Nát 123

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/SK