Til baka 
 
 
Gull - Au

 

Sætistala: 77
Atómmassi: 197,0 u

Uppáhalds frumefnið mitt, gull (Au). Gull hefur verið þekkt frá ómunatíð. Eðlismassinn er 19,3 g/cm3. Gull er fast efni við staðalaðstæður. Suðumarkið er 3129K. Bræðslumarkið er 1337,33K Gull myndar súr og basísk oxíð.

Orðið gull tengist gulum lit, gulur í fornensku var geolu sem kemur úr sanskrít og þýðir "að skína". Efnifræðilega táknið (Au) er stytting á aurum, sem talið er að komi úr sanskrít og þýðir gulur.

Efnið finnst aðallega hreint í kvarsæðum. Gull er sá málmur sem auðvelt er að sveigja og teygja. Ef notaður væri 1g gullmoli þá mætti toga hann í 1 km langan þráð eða fletja hann út í 1m2 þynnu. Gull er yfirleitt blandað kopar við gerð skartgripa, vegna þess hve það eitt sér er mjúkt. Gull leiðir vel hita og rafmagn.

Það er aðalega notað til skartgripagerðar, en einnig við listsköpun og peningasláttu.

Heimildir:

http://www.leit.is
http://www.namsgagnastofnun.is/lotan.htm


Höfundur: Kristín Birta Bachmann Egilsdóttir, Nát 123

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir