Til baka 
 
 
Flúor - F

 

Sætistala: 9
Atómmassi: 19,00u. Massatala: 18,00u, 19,00u og 20,00u.

Bygging atómsins: 9 róteindir + 9 rafeindir + 10 nifteindir.

Eðlismassi: 1,696 g/ml

Bræðslumark: -219,6°C (53,53K)

Suðumark: 188°C (85,3K)

Flúor var einangrað af Henry Mossan í Frakklandi árið 1886. Uppruni nafns þess er úr latneska orðinu "fluere" enska "to flow" eða "að fljóta (flæða)".

Flúor er eitt algengasta frumefni jarðarinnar og finnst mjög víða, svo sem í andrúmslofti, sjó, jarðvegi og dýra og jurtaríkinu. Flúor er ljósgul ætandi lofttegund með óþægilegri lykt og hann er mjög eitraður, flúor hvarfast kröftuglega við öll frumefni önnur en helíum, neon, arogon og nitur. Flúor er rammasti oxari sem er þekktur og sagt er að hann leysi jafnvel upp platínu sem þó stendur af sér árásir sterkustu sýra.

Um 1960 var sýnt fram á að styrkja má tennur með jónaskiptum þannig að flúoríiðjónir taka sæti hýdroxíiðjóna í kristalgrind tannglerungs. Flúor gegnir nú mikilvægu hlutverki í tannvernd, er m.a. notað í tannkrem og sums staðar bætt í drykkjarvatn, en það er umdeilt vegna eituráhrifa.


Heimildaskrá:

Efnafræði 3 fyrir framhaldsskóla, Jóhann Sigurjónsson, Iðnú, 1996.
Almenn efnafræði, Hafþór Guðjónsson, Mál og menning, 1992.
Íslenska alfræði orðabókin, Örn og Örlygur, 1990.
http://www.namsgagnstofnun.is
http://www.doktor.is

Höfundar: Auðbjörg Garðarsdóttir, Bríet Ósk Arnaldsdóttir og Ingibjörg Reynisdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir