Til baka 
 
 
Þóríum - Th

 

Sætistala: 90
Atómmassi: 232.0381 u

Bygging atómsins: Skipun rafeinda á brautir: 2-8-18-32-18-10-2
Fjöldi nifteinda í kjarna: 142.

Árið 1815 fann Berzelius sjaldgæft steinefni á Fahlun svæðinu sem var oxíð áður óþekkts málms. Hann nefndi málminn Þóríum eftir norræna þrumuguðinum. Tíu árum seinna greindi Berzelius frá því að steinefnið hefði sömu eiginleika og yttrium fosfór og innihéldi þar af leiðandi engin ný efni. Árið 1829 rannsakaði Berzelius stein, sem honum var sendur frá Noregi. Berzelius hitaði blöndu af steinefninu og kalíum, aðferð sem áður hafði verið notuð til þess að finna þrjú frumefni og fann nýjan málm. Hann endurnýtti því nafnið þóríum. Þrátt fyrir að efnið hafi verið uppgötvað árið 1828 fundust engin not fyrir það fyrr en 1885.

Þóríum finnst í náttúrinni sem þórit og þórianit. Þórium finnst meðal annars í miklu magni í Nýja-Englandi í Bandaríkjunum. Þessar auðlindir hafa þó ekki verið fullnýttar.Talið er að til sé þrisvar sinnur meira af Þóríum en úraníum í náttúrunni og jafnmikið og af blýi eða molybdenum. Það eru til ýmsar aðferðir til þess að framleiða þennan málm.

Þóríum hefur ekkert líffræðilegt hlutverk vegna þess hversu geislavirkt það er. Hreint þóríum er mjúkt og þarf einna hæstan hita til þess að bráðna. Þórium er mjög dýrt en 99,9% hreint þóríum kostar í kringum 150 dollara hver únsa.

Þóríum er notað í fjöldann allan af vörum og vinnslum, t.d framleiðslu keramiks, og sterkra málmblandna. Þá er þóríum einnig notað sem húðunarefni í sendilampa auk sérhæfðra lampa vegna þess hve hátt bræðslumark þóríums er. Þórium er blandað við glerið sem notað er í linsur, en þannig er hægt að útbúa minni og nákvæmari ljósmyndalinsur. Efnið er einnig notað sem hvati við bruna ammoníaks og saltpéturssýru. Þóríum er geislavirkt efni sem notað er sem eldsneyti í kjarnakljúfa.
Eiginleikar þóríum koma að góðum notum þegar unnið er með ljós og háan hita. Þóríum er einnig mikilvægt sem íblöndunarefni við magnesíum, þar sem það eykur styrk og þol við mikinn hita.


Heimildaskrá:

Origins of the Element Names, 04.02.03. Veffang: http://homepage.mac.com/dtrapp/Elements/myth.html

The Complete Thorium Website - Perma-Fix Environmental Services - Introduction, 04.02.03. Veffang:
http://www.thorium-waste.com/Appl.html

Thorium, 04.02.03. Veffang:
http://pearl1.lanl.gov/periodic/elements/90.html

Visual Elements: Thorium, 04.02.03. Veffang:
http://www.chemsoc.org/viselements/pages/data/thorium_data.html

Höfundar: Rebekka Helga Aðalsteinsdóttir og Sigrún Helga Sigurðardóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir