Til baka 
 
 
Flúor - F

 

Sætistala: 9
Atómmassi: 18,9984 u

Bygging atómsins: Rafeindahýsing 1s(2)2s(2)2p(5)

Eðlismassi 1,696 g/cm3

Orðið flúor er komið úr latínu og þýðir að flæða eða að streyma.

Flúor er eitt algengasta frumefni jarðar og finnst mjög víða í náttúrunni t.d í andrúmsloftinu og í dýra og jurtaríkinu. Vatn er aðalflúorgjafi fólks en einnig er hægt að fá það úr tei og fisk.

Flúor er ljósgul gastegund og er aðallega notað gegn tannskemmdum og þaðan þekkjum við það best. Einnig er það notað til að auðvelda kjarnaklofnun.

Flúor er mjög eitrað og ætandi og á auðvelt með að tengjast nánast öllum öðrum efnum.

Til Gamans-Flúor var uppgötvað af Henry Moissan í Frakklandi árið 1886.

Höfundar: Hind Hannesdóttir og Aðalbjörg Jóhanna Bárudóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Margrét Sigbjörnsdóttir