Til baka 
 
 
Súrefni - O

 

Sætistala: 8
Atómmassi: 16 u

Bygging atómsins: Fjöldi róteinda í kjarna súrefnisatóms er 8. Fjöldi nifteinda í kjarna súrefnisatóms er 8. Fjöldi rafeinda á brautum súrefnisatóms er 8.

Hvað er súrefni?
Súrefni er eitthvað það sem við gætum ekki lifað án, súrefni er málmleysingi. Í líkama okkar er 65% súrefni! Við öndum því að okkur, plöntur taka til sín CO2 úr andrúmsloftinu og ljóstillífa. Með því að ljóstillífa er afurð aukin sem þær láta frá sér út í andrúmsloftið en það er súrefni.

Styrkur súrefnis í andrúmsloftinu.
Súrefni er litar- og lyktarlaus lofttegund og er hlutfall þess í andrúmsloftinu um 21%. Ef hlutfallið væri meira í andrúmsloftinu eða öðrum loftblöndum leiðir það til aukins brunahraða í blöndunni. Segjum að hlutfallið sé hækkað um 3% úr 21% upp í 24% við það tvöfaldast brunahraðinn, en með 40% súrefnisstyrk í andrúmsloftinu verður brunahraðinn tífaldur við það sem hann er í eðlilegu andrúmslofti. Á meðan brennileg efni eru nálægt breiðist eldurinn hratt út og í þessu tilviki, yrði það erfitt að ráða við hann. Með auknum súrefnisstyrk er einnig meint að með lægri orku þarf til að bruni geti átt sér stað. Það getur kviknað í efnum sem eru flokkuð sem óbrennanleg ef súrefnisstyrkurinn er orðin mjög hár.

Saga súrefnis.
Þegar ljóstillífun örvera hófst gátu lífverur farið að þróast, þetta var fyrir um 3,5 milljónum ára. En áður en það hófst var ekkert súrefni í andrúmsloftinu, kom það að sökum þessarar svokölluðu ljóstillífunar.

Myndun súrefnis
Eitt besta og þekktasta efnasamband í heimi er H2O. En það er vatn sem myndast þannig að súrefni tengist tveimur vetnisatómum (H) og saman myndar vatn. Á ystu braut hefur súrefni 6 gildisrafeindir en súrefni hefur tvær brautir. Önnur braut er fullskipuð með 8 gildisrafeindum, vetni hefur 1 gildisrafeind á fyrstu braut en er fullskipuð fyrsta braut er 2. Vetni þarf aðeins eina gildisrafeind frá súrefni því vetni hefur aðeins eina braut. Súrefni og vetni vinna saman og mynda samgilt tengu. Ef súrefni binst við eitt vetni þá eru 7 gildisrafeindir komnar en súrefni þarf alls 8, það binst því alltaf við tvö vetnisatóm. Og það er ástæðan fyrir því að þetta er H2O.

Annað form súrefnis má finna í ósonlaginu en það er myndað af svo kölluðum ósonum (O3).

Heimildaskrá:

Vann mikið með www.google.com
www.fa.is in á síður áfangans

Höfundur: Erla Sigurþórsdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2003/Margrét Sigbjörnsdóttir