Til baka 
 
 
Brennisteinn - S

 

Sætistala: 16
Atómmassi: 32,06 u

Eðlismassi brennisteins er 1,9 g/ml. Brennisteinn er við stofuhita gult lyktarlaust fast efni.
Brennisteinn er gulur málmleysingi með hörkuna 11/2-21/2; Tví-fjór og sexgildur í efnasamböndum.

Efni þetta er algengt á eldsumbrotasvæðum. Það finnst á hreinu formi í náttúrunni og er einn fárra málmleysingja sem þannig finnast. Á Íslandi finnst hreinn brennisteinn á flestum háhitasvæðum. Brennisteinn fellur oft út við gufuhveri.

Brennisteinn er notaður m.a. í eldspýtur, skordýraeitur, gúmmílím, byssupúður o.fl

Óþægilega lykt sem stundum finnst á hverasvæðum má rekja til brennisteinssambanda. Þau eru mikið notuð í svokölluð súlfalyf og einnig sem áburður á húð. Efnið er líka notað með öðrum efnum sem sveppaeitur.

Brennisteinn hefur verið þekktur frá ómunatíð.

Vissir þú að brennisteinn var fyrst fluttur út frá Íslandi á 14.öld?


Heimildaskrá:

Tekið af vef 4.febrúar 2003. Slóðin er:
http://www.idan.is/1000/01,01,02_brennisteinn.html

Íslenska menntanetið. Tekið af vef 4. febrúar 2003. Slóðin er:
http://www.ismennt.is/not/gk/jfr/ordskyr/

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, vefsíða. Tekið af vef 4.febrúar 2003. Slóðin er:
www2.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/ h02/Lotukerfi/h2/S.html

Námsgagnastofnun,vefsíða. Tekið af vef 4.febrúar 2003. Slóðin er:
http://www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi/S.htm

Höfundur: Jónína Guðrún Reynisdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 200/Margrét Sigbjörnsdóttir