Til baka 
 
 
Kísill - Si

 

Sætistala: 14
Atómmassi: 28,0885 u

Bygging atómsins: Kísill hefur 14 rafeindir, 14 nifteindir og 14 róteindir. 2 rafeindir á fyrsta hvolfi, átta á öðru hvolfi og 4 á þriðja og ysta hvolfinu.

Eðlismassinn er 2,33 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Suðumarkið er 3173 K
Bræðslumarkið er 1687 K
Myndar súr og basísk oxíð


Kísill er 25,7% af jarðskorpunni. Kísill er eitt af algengustu frumefnum á jörðinni og er, ásamt súrefni, uppistaðan í steinum, sandi og gleri. Hann er einnig mikið notaður sem efni í hálfleiðara sem á sinn þátt í tölvubyltingunni.

Í náttúrunni finnst kísill aðeins í efnasamböndum, en er helst í formi oxíða og fjóroxíða SiO4. Oxíð má finna t.d. í sandi, kvars, agant, tinnu og jaspis. Granít, hornblendi, asbest, feldspat, leir gljásteinn eru bara nokkur af kísilfjóroxíð steinefnum. Hreinan kísil er hægt að einangra úr slíkum náttúrulegum efnasamböndum og er hann glansandi að sjá - líkt og málmur - og hefur sérstaka rafleiðnieiginleika.

Kísill er eitt mest notaða frumefnið því í formi sands og leirs er það notað
í steypu og múrsteina og sem gler má móta það og nýta í næstum hvað sem
er. Kísill er líka stór hluti af beinagrind dýra, þar á meðal mannsins.
Silíkonhlaupið sem notað er í brjóstfyllingar, er unnið úr kísil.

Kísill er mikilvægur þáttur í íslenskri stóriðju. Á hverju ári eru yfir 100.000 tonn af kísiljárni til stálframleiðslu flutt út frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundatanga og um 25.000 tonn af kísligúr eru framleidd í kísilverksmiðjunni við Mývatn.

Kísill hefur oft verið kallað gleymda næringarefnið. Kísill er eitt algengasta steinefnið á yfirborði jarðar og er jafnframt mikilvægt næringarefni fyrir heilbrigt fólk. Það er eitt af nauðsynlegum næringarefnum til vaxtar og viðahalds lifandi vera. Kísill örvar efnaskipti og myndun fruma. Kísill örvar ónæmiskerfið til að hjálpa líkamanum við að berjast við sjúkdómsvaldandi boðflennur.

Einkenni kísilskorts hjá fólki er talin vera lélegt minni, hármissir og lélegur vöxtur nagla. Kísilmagn í líkamanum minnkar eftir því sem við eldumst og því er talið að eldra fólk hafi meiri þörf fyrir hann.

Heimildir:


http://www.webelements.com/webelements/elements/text/Si/key.html
http://www.visindiavefur.hi.is
http://www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi/Si.htm


Höfundur: Bergþóra Ólöf Björnsdóttir., Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 200/Margrét Sigbjörnsdóttir