Til baka 
 

 

Súrefni - O


Sætistala: 8
Atómmassi: 16,0 u

Bygging atómsins: Súrefni hefur 8 róteindir, 8 rafeindir og 8nifteindir. Það er með 2 rafeindir á innsta hvolfi og 6 rafeindir á ysta hvolfi, þess vegna hefur súrefni 6 gildisrafeindir.

21% af andrúmsloftinu er súrefni, án þess gætum við ekki lifað. Við öndum því að okkur og grænar plöntur taka til sín CO2 úr andrúmsloftinu og ljóstillífa.

Súrefni losanar út í andrúmsloftið og er það bæði plöntum sem dýrum nauðsynlegt. Súrefnið er næst algengasta efnið í gufuhvolfinu. Súrefni er algengasta frumefni jarðskorpunnar og eru súrefnisatóm tæp 50% af massa hennar. Þegar bruni efna á sér stað verður að koma við súrefni annars brennur efnið ekki.

Ef að súrefni er kælt niður í –183°C verður það að þunnfljótnadi vökva sem er fölblár á litinn. Ef að við lækum svo hitann í –219°C þá frýs hann

Höfundur: Rakel Ýr Sigurðardóttir, Nát123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, maí 2003/SK