Til baka 
 

 

Kísill (Silicon) - Si


Sætistala: 14
Atómmassi: 28,0885 u

Bygging atómsins: Rafeindirnar raðast á hvolfin: 2-8-4

Eðlismassi: 2,33 g/cm3
Suðumark: 3137K
Bræðslumark: 1687K

Myndin er af kísilmola.

Kísill var uppgötvaður af Jacob Berzelius í Svíþjóð árið 1824. Kísill er hálfmálmur og er mjög algengt í jörðinni. Hann er annað mikilvægasta frumefni jarðar, hitt er kolefni. Kísillinn myndar 28% af allri jarðskorpunni.

Kísill finnst aðeins sem efnasamband í náttúrunni, aðalega með súrefni. Hann er uppistaðan í sandi, steinum og gleri. Hreinan kísil er þó hægt að einangra úr efnasamböndunum.

Ísland ætti að þakka kísil fyrir ferðamannastraumin hér til lands, því hægt er að finna kísillinn í mjög sérstöku formi í hinu einstaka lífríki Bláa lónsins. Þar er kísilefnasamband sem er blanda af kísil, vatni, söltum, steinefnum og sérstökum blágrænþörungum sem mynda þennan sérstaka hvíta lit á þessum leir. Leirinn er talinn hafa góð áhrif á húð mannsinns. Fólk í þúsunda tali flykkist í Bláa Lónið ár hvert til þess að upplifa þessa einstöku náttúru.
Kísill er mikið notaður í tölvukubba, sem á sinn þátt í tölvubyltingunni.
Einnig er hægt að nefna að kísill, ásamt öðrum efnum, er notaður í sílíkon sem er notað til fegrunaraðgerða.

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir, Nát123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, mars 2003/Sigurlaug Kristmannsdóttir