Til baka 
 
 
Vetni - H

 

Sætistala: 1

Atómmassi: 1,008 u

Bygging atómsins:

Vetni er léttasta og algengasta frumefnið í alheiminum og er númer 1 í lotukerfinu og er táknað með bókstafnum H. Til eru 3 samsætur af vetni :

  • H með massatöluna 1 það er byggt upp af 1 róteind og 1 rafeind
  • H með massatöluna 2 það er byggt upp af 1 róteind, 1 rafeind og 1 nifteind .
  • H með massatöluna 3 það er byggt upp af 1 róteind, 1 rafeind og 2 nifteindum.

Hvar vetni er að finna í náttúrunni:

Vetni er að finna mjög víða, það er talið vera um 75% af öllum efnismassa alheimsins og um 1 % af efnismassa jarðar. Það er að finna í sólinni og flestum stjörnum og það er talið vera aðalefni plánetunnar Júpíters. Um 10% af massa vatns er vetni , það er einnig að finna í öllu jarðefnaeldsneyti, og ýmsum efnasamböndum td. saltsýru, kolvetnum, alkahóli, metanóli og etanóli.

Hvernig vetni er notað:

Ég hef valið Vetni sem mitt uppáhalds frumefni. ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú, að mér finnst áhugavert að hægt sé að nota vetni sem eldsneyti á farartæki án þess að valda loftmengun.

Notkun vetnis sem orkugjafa:

Vetni sem notað er sem orkugjafi er fengið úr vatni. Það er greint frá súrefninu með rafgreiningu vatns undir þrýstingi. Þá er hleypt hárri spennu á aðskilin skaut sem standa í vatnsþynntum kalíumlút. Í rafgreiningunni leitar vetni að neikvætt hlaðna skautinu og súrefni að jákvætt hlaðna skautinu hvort tveggja í gasformi. Tvöfallt meira myndast af vetni en súrefni og vetninu er dælt á geymslukúta þar sem það er geymt undir 300-400 bara þrýstingi.

Í vetnisknúnum farartækjum eru efnarafalar sem vinna raforku úr hreinu vetni og skila út hreinu vatni það er að segja, vetni hvarfast við súrefni og við það myndast raforka í efnarafalanum.

Þessi tækni hefur verið notuð í geimförum í langan tíma og nú er verið að gera tilraunir með þetta í bílum.

Einnig er hægt að brenna vetni í aflvélum af sömu gerð og nú eru notaðar til að brenna olíu, jarðgasi og bensíni, en nýtnin er ekki eins góð og í efnarafalanum og brennslan er ekki laus við mengun.

Vetni er einnig notað á loftbelgi og hefur það verið gert síðan á 18. öld.

Annað forvitnilegt um vetni:

  • Vetni er léttara en andrúmsloft og leitar örrt upp á við, þynnist út og/eða hvarfast við súrefni andrúmslofts.
  • Það veldur ekki sprengihættu undir beru lofti. Vetni getur sprungið ef því er haldið í lokuðu eða aðþrengdu rými.
  • Það leiðir vel hita.
  • Það er litlaus og lyktarlaus lofttegund.
  • Það rotnar ekki
  • Það veldur ekki sjálfsíkveikju og nærir ekki eld.
  • Það er ekki ætandi og ekki geislavirkt.
  • Það skaðar ekki grunnvatn og er ekki krabbameinsvaldandi.


Heimildaskrá:

Höfundur: Aðalsteinn Már Aðalsteinsson, NÁT 123

 

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, maí 2004/SK