Vefleiðangur um frumefni: Kristinn, Andrea, Hlynur, Kolbrún og Drífa.

Kolefni (C)

Kolefni er íslenska þýðingin fyrir Carbon en það er komið af latneska orðinu charcoal. Kolefni hefur því táknið C. Kolefni er í 6. sæti í Lotukerfinu (Dmítríj Ivanovítsj Mendelejev) sem þýðir að frumefnið hefur 12 róteindir og 12 rafeindir. Tvær á innsta hvolfi og fjórar á ysta hvolfi þegar það er óhlaðið. Það hefur því 4 gildisrafeindir sem geta hver um sig myndað tengi við önnur atóm. Þar að segja það vantar því fjórar rafeindir til þess að uppfylla átturegluna. Þess vegna myndar kolefni alltaf fjögur samgild eða skautuð samgild tengi við önnur atóm. Það hefur einstæðan hæfileika til þess að mynda tengi við sjálft sig, þ.e. mynda tengi við önnur C-atóm. Atómmassi þess er 12,011 og eðlismassinn er Eðlismassinn er 2,267 g/cm3.

Kolefni er málmleysingi sem hefur fundist víða í nátturinni. Það er fremur hvarfgjarnd enda er það í 94% allra þekktra efnasambanda. Það hefur fundist umhverfis sólu, stjarna, halastjarna og í lofthjúp flestra plánetna. Þótt það hvarfist svona vel þá finnst Kolefni á þremur formum í nátturunni. Þau eru: ómótað, grafít og demantur. Það er einnig eitt að helstu efnum líkamans eða um 18,5%. Kolefni er uppistaðan í öllum lífrænum efnasamböndum.

Við bruna kolefna, myndast CO2, einnig við öndun manna og dýra. Þetta kallast koltvísýringur og fær að mælast í mæra mæli síðan iðnvæðingin hófst. Þetta efni er skaðlaust mönnum og dýrum en það er nauðsynlegt fyrir gróðurinn. Plönturnar búa til fæðu úr koldíoxíði andrúmslofts og vatni jarðvegs. Þetta ferli kallast ljóstillífun þegar plöntur nýra orku sólarljóssins til framleiðslu þrúgusykri. Koldíoxíð er því nauðsynleg lofttegund fyrir vöxt gróðurs og súrefnisbirgðir jarðarinnar. Kolefni kemur t.d. fyrir í jarðskorpunni og tengist einnig málmunum í karbónötum, t.d. karbónati CaCo3. Það hefur gott eldsneyti og er meginefni í t.d. mó (60%), brúnkolum (70%) og steinkolum (80%). Jarðolía er blanda af kolvatnsefnum sem eru efnasambönd kolefnis og vetnis.

Kolefni er aðallega notað sem eldsneyti til að framleiða rafmagn og hita upp hús, en einnig í efnaiðnaði.