Til baka 
 
 
Klór - Cl

 

Sætistala: 17

Atómmassi: 35,45u

Bygging atómsins:

E
lektrónufjöldi er 17,
elektrónuskipan er 2-8-7. Nifteindafjöldi er 18.

Bræðslumark: -101°C

Suðumark: -35°C

Hvernig nafn klórs er tilkomið:

Sænskur efnafræðingur Carl Wilhelm Scheele einangraði fyrstur manna klór árið 1774 en hann hélt að frumefnið væri efnasamband sem inniheldi súrefni.

Árið 1810 uppgötvaði Sir Humphery Davy að klór væri frumefni og nefndi það eftir gríska orðinu khlôros sem merkir gulgrænn og lýsir lit klórgufu.

Hvar klór er að finna í náttúrunni:

Frumefnið Klór er að finna í hópi halógenefna sem eru 5 málmleysingjar í 7. flokki Lotukerfisins. Í stofuhita er klór grængult gufukennt efni.

Klór er ekki hægt að finna einangrað í náttúrunni en það er mikið ef því í ýmsum efnasamböndum. Algengasta efnasamband sem inniheldur klór í náttúrunni er venjulegt sjávarsalt (NaCl).

Hvernig klór er notað:

Klór er notað í margs konar framleiðslu. Það hefur bleikjandi og sótthreinsandi eiginleika.

Því er bætt í drykkjarvatn á mörgum stöðum í heiminum til að gera það öruggara til neyslu.

Það er m.a. notað í framleiðslu á pappír, vefnaðarvöru, málningarvöru, plasti og lyfjum og eins og alkunna er, notað í sundlaugar til að drepa bakteríur.

Annað forvitnilegt um klór:

Klór er 0,2% af heildarmassa mannslíkamans og er nauðsynlegt til að viðhalda vökvajafnvægi.

Ef Klór og vetni er blandað saman veldur það sprengingu í dagsljósi en ef efnunum er blandað saman í myrkri verður engin sprenging.

Klórgas getur við innöndun valdið alvarlegum skaða á lungum og öndunarfærum. Við húðsnertingu getur fljótandi klór valdið alvarlegum ætingarsárum og kali. Slettur í augu geta valdið varanlegum sjónskemmdum

Klórgas var fyrst efna notað sem eiturgas í fyrri heimstyrjöld.

Heimildaskrá:

Efnafræðideild Fjölbrautaskólans við Ármúla, Nát 123.”Lotukerfið” Vefslóð:
http://www2.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/sumar/lotukerfid/17.html

Vinnueftirlitið Vefslóð: http://www.vinnueftirlit.is/document/1000224

Vísindavefur háskóla Íslands/spurningar Þuríður Þorbjarnardóttir
Vefslóð: http://visindavefur.hi.is/?id=2734

University College Cork Vefslóð: http://www.ucc.ie/ucc/depts/chem/dolchem/html/elem/elem017.html

Chemicalelements.com Yinon Bentor Vefslóð: http://www.chemicalelements.com/elements/cl.html

Glenwood High School,/projects Rachel Driskell Vefslóð: http://ghsonline.net/projects/periodictable/1999/Cl.htm

Höfundur: Anna Hulda Sigurðardóttir, Nát 123


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2004/SK