Til baka 
 
 
Flúor - F

 

Sætistala: 9

Atómmassi: 19,00u

Bygging atómsins:

Kjarninn hefur 9 róteindir, 10 nifteindir og 9 rafeindir. Hvolfin eru 2 á fyrra eru 2 rafeindir og á því seinna eru 7 rafeindir.

Hvernig nafn flúors er tilkomið:

Nafnið flúor tengist málmgrýti.

Hvar er flúor að finna í náttúrunni:

Flúor er með algengustu frumefnum jarðar og finnst víða í náttúrunni t.d. í dýra og jurtaríkinu,sjónum og andrúmsloftinu. Það finnst í litlu magni í flestum fæðutegundum og í drykkjarvatni, þó er magnið í vatninu mjög misjafnt t.d. inniheldur vatnið á Íslandi mjög lítið flúor.

Hvernig er flúor notað:

Það er vitað að flúor styrkir tennurnar, þess vegna er því bætt í tannkrem og það er líka ástæðan fyrir því að flúor telst til nauðsynlegra næringarefna,
þá vilja sumir líka meina að flúor komi í veg fyrir beinþynningu.
Flúor er líka eitt aðalefna teflons sem er plastefni.

Annað forvitnilegt um flúor:

Flúor er halogen efni sem Henry Mossan uppgötvaði í Frakklandi árið 1886.


Heimildaskrá:

Námgagnastofnun. Vefslóð: http://www.namsgagnastofnun.is/lotukefi/F.htm
Síðasta uppfærsla ekki tiltekin. Skoðuð 10. febrúar 2004.

Tannheilsa. Vefslóð: http://www.tannheilsa.is/interpro/heilb/tannvernd.nsf/pages/wpp0054
Síðasta uppfærsla ekki tiltekin. Skoðuð 10. febrúar 2004.

Elísabet S. Magnúsdóttir. 1992. Næring og hollusta. 1. útgáfa. Iðunn Reykjavík.

Jón K. F. Geirsson. 1995. “Nafngiftir frumefna”. Náttúrufræðingurinn.

Höfundur: Sandra Lóa Gunnarsdóttir, Nát 123

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2004/SK