Til baka 
 
 
Krypton - Kr

 

Sætistala: 36 (Sjá mynd 1)

Atómmassi: 83,798u (Sjá mynd 1)


Mynd 1: Krypton eins og það er skráð í lotukerfinu.

Bygging atómsins:

Bygging atómsins kemur fram á eftirfarandi mynd. (Sjá mynd 2.)


Mynd 2. Bygging krypton atóms.

Hvernig nafn kryptons er tilkomið:

Í maí árið 1898 var Krypton uppgötvað af efnafræðingunum Sir William Ramsay og Morris M Travers. Þeir fundu krypton af afgöngum af fljótandi efni sem hafði næstum soðið burt. Og fékk það sérsniðið nafn ásamt frumefnunum Xenon og Neon. Þegar búið var að eima burt súrefni, köfunarefni og argon úr fljótandi lofti var enn eitt frumefni falið í vökvanum , nefnilega Krypton, leitt að gríska orðinu Krypton sem merkir ,,falinn”.

Hvar krypton er að finna í náttúrunni:

Af andrúmslofti Jarðar er 0,0001% Krypton eða 1:20millj. af rúmmáli þess. Andrúmsloftið á Mars inniheldur lítið af því eða um það bil 0,3 ppm. Það er hægt að greina krypton á grænum og appelsínugulum línum. Línurnar á Krypton eru auðveldlega sýnilegar og sumar eru mjög skarpar.


Hvernig krypton er notað:

Krypton er mjög dýrt gas og er það meðal annars notað í ljósaperur, gluggaeinangrun, rannsóknar og þróunar tæki. Efnið er t.d. mjög gott til notkunar í lendingarljós á flugvöllum þar sem rauði litur þess sést langar leiðir þrátt fyrir þoku og suddaveður. Krypton er einnig notað í suma ljósmyndalampa sem eru notaðir fyrir hraða ljósmynd.

Annað forvitnilegt um krypton:

Krypton flokkast undir eðallofttegund og er mjög sjaldgæft. Það er í fjórðu lotu og sætistala þess er 36 og massatalan er 83,798. Krypton er litlaust frumefni.

Öldulengd kryptons er notuð til að ákvarða nákvæmlega 1 metra. 1.650.763,73 öldulengdir kryptons-86 eru 1 metri. Suðumark Kryptons er 119,93K eða –153,22°C og bræðslumarkið er 115,79K eða -157,38°C.


Heimildaskrá:

Af netinu:

Heimasíða um frumefni www.webelements.com/webelemens/elements/text/Kr/key.html - skoðað 5.feb 2004

Krypton:
www.spectra-gases.com/PureGases/kr/krypton.htm - skoðað 5.feb 2004-02-05
www.tamuk.edu/chemistry/WebElements/krypton_element .htm - skoðað 5.feb 2004


Úr tímariti:

Náttúrufræðingurinn- tímarit hins íslenska náttúrufélags. Nafngiftir frumefnanna. Jón K.E. Ásgeisson

Myndir:

www.pmsd.k12.pa.us/.../ptable/g83/Krypton/krypton.html - skoðað 5.feb 04

Höfundar: Bjarni Þórður Halldórsson, Íris Ragnarsdóttir og Sandra Ýr Dungal, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2004/SK