Til baka 
 
 
Kísill - Si

 

Sætistala: 14

Atómmassi: 29,09u

Bygging atómsins:

- Fjöldi róteinda (p+): 14
- Fjöldi nifteinda (n0): 14
- Fjöldi rafeinda (e-): 14

Hvernig nafn kísils er tilkomið:

Kísill var uppgötvaður í Svíþjóð árið 1824 af Jacob Berzelius. Kísill er málmleysingi og er nafn hans komið frá málmgrýti.

Markstafirnir Sn af latnesku heiti þess Stnum var þekkt áður en sögur hófust.

Hvar kísil er að finna í náttúrunni:

Kísill er næst algengasta frumefni jarðskorpunnar eða um 28 %. Í náttúrunni er kísil aðeins að finna í efnasamböndum og þá einna helst ásamt súrefni. En kísill er ásamt súrefni uppistaðan í steinum, sandi og gleri, einnig flokkast sílikon (silicone) undir þann flokk. Hægt er að einangra hreinan kísil úr náttúrulegum efnablöndum, hreinn kísill líkist málmi að sjá og ber á sér mikinn gljáa.

Kísill er mikilvægur þáttur í stóriðju íslendinga, frá járnblendiverksmiðjunni á Grundafirði eru á hverju ári framleidd u.þ.b. 100.000 tonn af kísiljárni til stálframleiðslu. Kísilgúr er framleiddur í kísiliðjunni á Mývatni sem stofnuð var árið 1966 af ríkinu, ríkið átti 51% af henni og John Mawille átti 48 % hlut í henni, eigandaskipti urðu árið 2001 er Allied EFA keypti 60% og Allied Sesource keypti 40%. Framleiðsla kísilgúrs er u.þ.b. 25.000 tonn á ári í kísiliðjunni, stefnt er að Kísilduftverksmiðja verði komin á þessu ári.

Kísilgúr skiptist í þrjá hópa og nefnast þeir: síunarvefur, fylliefni og slípiefni. Kísilgúr kemur við sögu á ótrúlegustu stöðum og svo dæmi má taka er mesti hluti bjórs sem framleiddur er síaður í gegnum kísilgúr áður en honum er dælt á flöskur. Einnig er hann notaður til að sía matarolíu, sykurvökva, flugvélabensín og blóð í blóðbönkum. Kísilgúrinn er notaður sem fylliefni í málningu, pappír og í plastiðnað og einnig til lyfjagerðar og í snyrtiefni. Sem slípiefni er kísilgúrinn einnig notaður í tannkrem og í bílbón.

Hvernig kísill er notaður:

Kísill hefur afar sérstaka rafleiðni eiginleika og er því notað í flesta tölvukubba og aðrar örrásir, en í þeim eru mjög þunnar kísilflögur sem finna má í stórum og hreinum kísilkristöllum.

Slíkót eru efnasambönd súrefnis, málma og kísils og er það notað í glervörur, lím, postulín og glerung.


Annað forvitnilegt um kísil:

Okkur þótti afar merkilegt varðandi kísilinn hve hollur og næringarríkur hann er fyrir húðina, hann styrkir hana, mýkir hana og hreinsar. Kísillinn hjálpar einnig til við að endurnýja ysta lag húðarinnar, hann hefur góð áhrif á fitujafnvægi húðarinnar og hefur sótthreinsandi eiginleika.

Heimildaskrá:

Jón K. F. Geirsson, 1995, ,,Nafngiftir frumefnanna”. Tímarit hins Íslenska náttúrufræðifélags, Náttúrufræðingurinn, 4. tbl. 64. árg.

www.namsgagnastofnun.is (skoðað 07.02.2004)

www.visindavefur.hi.is (skoðað 07.02.2004)

Kristján Leósson, Eðlisfræði, Í daglegu lífi 08.04.2002

www.bluelagoon.is (skoðað 07.02.2004)

Munnleg heimild úr skoðunarferð á Mývatn árið 2002 með Verkmenntaskóla Austurlands.

Höfundar: Ásta Birna Björnsdóttir og Halldóra Hanna Halldórsdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2004/SK