Til baka 
 
 
Tin - Sn

 

Sætistala: 50

Atómmassi: 118,7u

Bygging atómsins:

Atómið byggist þannig upp að rafeindirnar raðast á brautir sem liggja í hringi í kringum kjarnann. Það eru 2 rafeindir á 1. braut 8 á þeirri næstu, 18 þar á eftir og aftur 18 og að lokum koma 4 rafeindir á ystu braut.

Hvernig nafn tins er tilkomið:

Tin dregur nafn sitt af hnettinum Júpiter. Mannkynið þekkti aðeins 7 málma, 7 himinhnetti og 7 vikudaga og var þá málmunum gefin nöfn eftir hnöttunum, Tin er því komið af Júpiter og Þórsdegi eða fimmtudegi.

Markstafirnir Sn af latnesku heiti þess Stnum var þekkt áður en sögur hófust.

Hvar tin er að finna í náttúrunni:

Tin finnst í Malaya, Bólavíu, Indónesíu, Zaire, Thailandi og Nígaríu. Tin finst í jarðlögum.

Hvernig tin er notað :

Tin er notað í margt og má rekja notkun hans langt aftur í aldir. Fornaldamaðurinn þekkti gull, kopar, tin og járn, hann komst að því að úr kopar og tini mátti gera sterka málmblöndu sem kallast brons og er það fyrsta málmblandan sem maðurinn bjó viljandi til. Því meira af Tini í blöndunni því sterkara er bronsið. Á bronsöld var bronsið notað til þess að búa til verkfæri og vopn.

Tin ryðgar hvorki né tærist og er því heppilegt til að nota í niðursuðudósir. Dósin innan frá er búin til úr stáli en húðaðar með 0,001 cm þykkri tinhúð.

Annað forvitnilegt um tin:

Tin er hvíturmálmur og hann flokkast sem tregur málmur.

Heimildaskrá:

Jón K Geirsson. 1995.”Nafngiftir frumefnanna.”
Náttúrufræðingurinn 64,4: 244-246

Heimasíðan:
fa.is/efnafræði/nát123 , skoðað 06.02 2004 kl.17:00. slóð:
http://www2.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/sumar/lotukerfid/50.html

Bókin:
Ralph E. Lapp. og ritstjóra tímaritsins Life: Efnið.Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1968

Höfundar: Guðbjörg Ingunn Óskarsdóttir og Íris Óskarsdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, febrúar 2004/SK