Flúor.

Sætistala flúors er 9

Atómmassi = 18,9984

Bygging : Flúor er með hærri rafneikvæðni en þekkt er hjá öðrum frumefnum. Það á auðvelt með að tengjast nánast öllum öðrum efnum. Flúor er hálógeni, grængult afar tærandi og hvarfgjarnt, baneitrað gas; rammasti oxari sem er þekktur.

Hvernig er nafnið tilkomið? Uppruni nafnsins er úr latínu af orðinu “fluere” sem þýðir “að flæða”.

Hvar er flúor að finna í náttúrunni? Flúor er eitt algengasta frumefni jarðarinnar og finnst mjög víða, svo sem í andrúmslofti, sjó, jarðvegi og í dýra- og jurtaríkinu. Ítrekaðar rannsóknir hafa sýnt fram á að flúor er langvirkasta efnið til varnar tannskemmdum. Vatn er aðalflúorgjafi fólks en sé það undanskilið fæst flúor aðallega úr te og fiskmeti, og þá einkum úr beinum og roði. Rannsóknir hafa leitt í ljós að flúortekja Íslendinga er mjög lítil þar sem drykkjarvatn okkar er mjög flúorsnautt.

Hvernig er flúor notað? Efnasamband natríums og flúors NaF er notað í tannkrem til að draga úr tannskemmdum. Um 1960 var sýnt fram á að styrkja mætti tennur manna með jónaskiptum þannig að flúríðjónir taka sæti hýdroxíðjóna í kristalgrind tannglerungsins. Flúor gegnir nú mikilvægu hlutverki í tannvernd og er sums staðar jafnvel bætt í drykkjarvatn.

Annað: Flúor tærir platínu sem er annars ónæm fyrir öðrum efnum. Flúor finnst aðallega í flússpati (CaF2). Teflon er plastefni þar sem flúor er eitt aðalefnanna. Það er m.a. notað sem smurefni. Flúor var uppgötvað í Frakklandi árið 1886 af Henri Moissan.

simulated image of fluorine gas

 

 

 

Heimildir:

http://brunnur.stjr.is/interpro/heilb/tannvernd.nsf/pages/wpp0054

http://www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi/F.htm

http://www.webelements.com/webelements/elements/text/F/hist.html

Örlygur Hálfdanarson, 1990, Íslenska alfræðiorðabókin, byggð á 1. útgáfu 1988, Örn & Örlygur.