Ákvörðun kynferðis:
(Myndir hafa verið fjarlægðar vegna ákvæða um höfundarétt)

 

o      Atviksbundin kynákvörðun:  Ytri aðstæður ráða kynferði einstaklings.  Kynferði óháð arfgerð og ræðst ekki við frjóvgun.

 

 

o      Genabundin kynákvörðun:  Arfgerð ræður kynferði einstaklings.  Meðal sérkynja lífvera er þetta algengast.  Kynferði ræðst þá við frjóvgun.  Oft eru það kynlitningar sem ráða kyninu.


 

Atviksbundin kynákvörðun

 

 

Bonellia viridis er sjávarormur.  Lirfurnar synda um sjóinn en leita síðan botns.  Af mörgum þeirra þroskast kvendýr sem grafa sig niður í eðju á hafsbotninum.  Neðsti hluti líkamans er hnúður, en langur rani sem víkkar í trekt.  Fyrsta lirfan sem sest á þennan rana, er umsvifalaust innlimuð í líkama kvendýrsins og verður hún karldýr.  Karldýrið lifir í kynfærum kvendýrsins, frjóvgar egg þess og tekur næringu sína frá henni.  Sjá mynd 1.

 

 

Mynd 1 Bonellia viridis.   Myndin er af kvendýri, en karldýrið lifir innan líkama þess.

 

 

 

 

Atviksbundin kynákvörðun

 

 

Labroides dimidiatus eða þrifill er lítill fiskur sem lifir við kóralrif í heitum höfum.  Dýrið etur óværu af stærri fiskum og heldur þeim þannig hreinum.  Fiskarnir lifa nokkrir saman í smáhópum, alltaf margar hrygnur og einn hængur.  Ef hængurinn drepst, breytist kröftugasta hrygnan á um hálfum mánuði í frjóan karl, nema aðvífandi hængur hafi áður tekið sess karldýrsins.  Sjá mynd 2

 

 

Mynd 2 Labroides dimidiatus.   Ef karldýr drepst, geta kvendýr breyst í karldýr.

 

 

 

 

 

Atviksbundin kynákvörðun

 

 

Hjá krókódílum og fleiri skriðdýrum, ræðst kynferðið af klakhita eggjanna.  Hjá flatmunna, Alligator mississippiensis, klekjast einungis kvendýr við 30 ºC, en við 33 ºC verða öll afkvæmin karlkyns. 

Þegar tegundin er í útrýmingarhættu, verpa kvendýr í nánd við vatn en þar er hitastigið um 30 ºC og verða þá afkvæmin flest kvenkyns.  Einungis fá karldýr þarf til að frjóvga þau. 

Þegar offjölgun er í stofninum, verpa kvendýrin fjarri vatninu, en þar er hlýrra.  Fjölgar þá karldýrum í stofninum.  Sjá myndir 3 og 4

 

 

 

 

 

Myndir 3 og 4, Alligator mississippiensis eða flatmunni.  Kvendýr klekjast úr eggjum við 30 ºC, en við 33 ºC verða öll afkvæmin karlkyns.

 

 

 

 

 

 

Arfbundin kynákvörðun

 

 

Hjá manninum, Homo sapiens, eru kynlitningar tvenns konar, X  og Y.  Karlmenn eru með XY kynlitninga og kvenmenn XX.  Allar eggfrumur eru með einn X-litning, en sæðisfrumurnar eru annað hvort með X eða Y litninga.  Þær ráða því kynferðinu.

 

X og Y kynlitningarnir eru misstórir.  Sjá mynd 4.  Kvenmenn eru því með kynlitningana samstæða, en karlmenn ekki.  Aðeins lítill hluti genanna á X og Y litningum eru samsæt. Sagt er að karlmenn séu arfstakir um þau gen í kynlitningum sem eru ekki samsæt. 

 

 

Mynd 4 sýnir kynlitninga manns.  Y litningurinn er mun minni en X litningurinn.  Aðeins hluti genanna á X og Y litningunum eru samsæt.

 

 

Arfbundin kynákvörðun

 

 

Hjá bananaflugu, Drosophila melanogaster, eru kynlitningar tvenns konar, X  og Y.  Sjá mynd 5.  Karldýrin eru með XY litninga, en kvendýrin eru með XX litninga.  Hins vegar geta dýr án Y litnings verið karldýr, en að vísu eru þau ófrjó.

 

 

Mynd 5 er af bananaflugu, Drosophila melanogaster.  Kynferði þeirra ræðst af kynlitningum líkt og hjá mönnum.  Dýr án Y litnings geta þó verið karldýr.

 


 

Arfbundin kynákvörðun

 

 

Hjá ýmsum engisprettum og fleiri skordýrum er litningatalan í frumum karldýra oddatala, en litningafjöldi í frumum kvendýra er einum fleiri (slétt tala).  Kvendýrin hafa þá tvo kynlitninga í frumum sínum (XX) en karldýrið einn (XO).  Sjá mynd 6.

 

 

Mynd 6 er af engisprettu.  Karldýr hafa einn kynlitning og oddatölu fjölda litninga en kvendýr tvo og slétt tölu fjölda litninga.

 

 

 

 

 

 

 

 

Arfbundin kynákvörðun

 

 

Hjá býflugum, geitungum (vespum) og fleiri skordýrum koma karldýr úr ófrjóvguðum eggum, en úr frjóvguðum eggjum vaxa kvendýr.  Karldýrin eru því með einlitna frumur, en kvendýrin með tvílitna frumur.  Karldýrin eru því eingetin!  Langflest kvendýrin eru ófrjó vinnudýr, það er aðeins drottningin sem er frjó.  Frjósemi hennar ræðst af því viðurværi sem hún fær á lirfustigi.  Sjá myndir 7 og 8.

 

 

Mynd 7 er af geitungi og mynd 8 af býflugu.  Karldýrin koma úr ófrjóvguðum eggjum, en kvendýrin úr frjóvguðum eggum.  Flest kvendýrin eru ófrjó.

 

 

 

 

 

 

 

 

Arfbundin kynákvörðun

 

 

Hjá fuglum, fiðrildum og ýmsum fiskum hefur kvenkynið  tvenns konar kynlitninga (ZW) en karldýrið er með báða kynlitningana af sömu gerð (ZZ).  Einnig þekkist að kvendýrin hafi einum litningi færra í frumum sínum (ZO) en karldýrið (ZZ). 

 

 

 

Og svo mætti lengi áfram telja........................................

 

 


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, ©Sigurlaug Kristmannsdóttir - Höfundarréttaráminning