Erfðafræði – verkefnapróf 1
Meðfylgjandi er erfðalykillinn
Nafn:  Lausnir

 

LÍF 203

 

1. okt. 2003

 

  1. (10%)  Skilgreindu eftirfarandi hugtök, það er segðu hvað þau merkja:

 

    1. Purín og pyrimidín  Þetta eru niturbasar sem koma m.a. fyrir í kjarnsýrunum DNA og RNA.  Adenín og gúanín eru purínbasar og sýtosín, týmín og úrasil eru pyrimídinbasar. 

    2. Kirni  Kirni er einliða gerð úr fosfati, einsykru og niturbasa.  Kjarnsýrurnar eru langar kirniskeðjur.

 

    1. Arfhreinn  Ef samsæt gen eru eins, þá er einstaklingur sagður vera arfhreinn um þau.

 

    1. Samsæt gen  Gen sem eru í sama sæti á samstæðum litningum eru samsæt.

 

    1. Samstæðir litningar  Litningapar í tvílitna frumu sem er eins að stærð og lögun, annar litningur parsins er frá móður kominn og hinn frá föður.

 

  1. (10%)  Gerðu grein fyrir hlutverkum:

 

    1. Mítósu  Mítósan (jafnskipting) sér um að koma erfðaboðum óbreyttum á milli frumukynslóða.  Þetta er gert þannig að ein móðurfruma skiptir sér í tvær dótturfrumur.  Allar þessar frumur hafa eins litningamengi.

 

    1. Meiósu (tvö hlutverk)  Meiósan (rýriskipting) sér um að helminga litningamengi móðurfrumu við gerð dótturfruma.  Þetta er gert þannig að ein móðurfruma skiptir sér í fjórar dótturfrumur.  Við meiósu verður aðskilnaður á samstæðum litningum og dótturfrumurnar fá aðeins helminginn af litningamengi móðurfrumunnar.  Meiósan stokkar einnig upp litningamengið, þannig að dótturfrumurnar fjórar hafa allar ólík litningamengi.

 

3.      (5%)  Ef í tvílitna frumu eru 14 litningar, hve margir verða litningar í hverri afkvæmisfrumu:

    1. Ef fruman skiptir sér með meiósu?  7

    2. Ef fruman skiptir sér með mítósu?  14

4.      (10%) Berðu saman afritun DNA og umritun RNA eftir DNA á eins nákvæman hátt og þér er unnt.  Sjá töflu 6.1, bls. 139 í kennslubók:

                                                              i.      Allir litningar frumunnar eru afritaðir í einu, það er allt DNA í frumunni tvöfaldast.  Við umritun myndast aðeins lítið af RNA í einu, stundum umritast ekki nema eitt gen.

                                                            ii.      Afritun DNA tekur til beggja helminga DNA keðjunnar en RNA umritast aðeins  eftir öðrum þætti keðjunnar.

                                                          iii.      Við afritun skiljast helmingar DNA-keðjunnar að  og hvor þeirra um sig hleður á sig nýjum helmingi.  Allar DNA keðjur frumunnar verða úr gömlum og nýjum helmingi.  Að lokinni umritun RNA eftir DNA sameinast helmingar upphaflegu DNA keðjunnar  í sama tvöfalda gorminn og fyrir var, en nýmyndaða RNA-keðjan losnar frá.

Sjá nánar: http://www.indstate.edu/thcme/mwking/dna.html, http://www.cbs.dtu.dk/staff/dave/roanoke/genetics980209.html

 

  1. (10%)  Gerðu stutta grein fyrir hlutverki mRNA og tRNA við prótínmyndun.  Í mRNA-keðjunni er ákveðin röð niturbasa.  Hver basaþrennd merkir ákveðna amínósýru.  Þannig geymir mRNA upplýsingar um röð amínósýra í peptíði (prótíni).  mRNA flytur þessar upplýsingar frá DNA sameindinni yfir í netkornin þar sem prótínmyndunin fer fram.
    Tiltekin tRNA sameind tengist tiltekinni amínósýru og flytur til netkornanna.  Basaþrennd á tRNA (andtákni) tengist basaþrennd á mRNA (tákni).  Amínósýran tengist þeim sem fyrir eru, en tRNA sameindin fer aftur út í umfrymið til að fanga nýja “bráð”.

Allar RNA sameindir eru umritaðar af DNA sameindum.  MRNA er stærri en aðrar RNA sameindir en hún hefur skemmstan líftímann.


 

  1. (10%)  Fylltu út í þessa töflu þá niturbasa og amínósýrur sem vantar:

 

A

T

G

C

T

A

G

C

A

T

G

A

Tvívafinn DNA-gormur

T

A

C

G

A

T

C

G

T

A

C

T

A

U

G

C

U

A

G

C

A

U

G

A

Umritað mRNA

U

A

C

G

A

U

C

G

U

A

C

U

Viðeigandi tRNA andtákni

Meþíónín

Leusín

Alanín

Keðjulok

Amínósýrueiningar í prótíni

 

Lykillinn að lausninni:

DNA langböndin tengjast þannig:

A

T

C

G

T

A

G

C

Afritun DNA í RNA:

DNA

A

T

C

G

RNA

U

A

G

C

Tenging tákna í mRNA við andtákna í tRNA:

mRNA

U

A

C

G

tRNA

A

U

G

C

Lykill erfðanna sýnir basaþrennr mRNA (tákna) og tilsvarandi amínósýrur

 

7.      (20%) Undrablóm með arfgerð R//R ber rauð blóm en arfgerð r//r ræður hvítum blómum.  Arfblendnar plöntur bera bleik blóm. 

    1. Ef annað foreldrið (P) ber hvít blóm, hitt rauð, hvernig verður litur blómanna á þessum plöntum og í hvaða hlutföllum hjá afkomendunum (F1)?

Öll afkvæmin verða bleik (arfgerð R//r) og arfblendin

    1. Ef æxlað er saman tveimur einstaklingum af kynslóð F1, hvernig verður litur blómanna og í hvaða hlutföllum hjá afkomendunum (F2)?
      25% afkvæma verða rauð, arfhrein um ríkjandi gen R//R
      50% afkvæma verða bleik, arfblendin R//r

25% afkvæma verða hvít, arfhrein um víkjandi gen r//r

    1. Ef æxlað er saman einstaklingi af kynslóð F1 og rauðblómaplöntu, hvernig verður litur blómanna og í hvaða hlutföllum hjá afkomendunum?
      50% afkvæma verða rauð, arfhrein um ríkjandi gen R//R
      50% afkvæma verða bleik, arfblendin R//r
    2. Ef æxlað er saman einstaklingi af kynslóð F1 og hvítblómaplöntu, hvernig verður litur blómanna og í hvaða hlutföllum hjá afkomendunum?
      50% afkvæma verða hvít, arfhrein um víkjandi gen r//r
      50% afkvæma verða bleik, arfblendin R//r

8.      (5%)  Á meðfylgjandi ættartöflu er dóttir, auðkennd með lituðum, kringlóttum fleti, heyrnarlaus og heyrnarleysið er víkjandi.  Hvaða líkur eru  á því að bróðir hennar (auðkenndur með ólituðum ferningi í neðri röð) sé arfblendinn um heyrnarleysisgenið?  Skrifaðu arfgerðir allra í fjölskyldunni.  Líkurnar eru 50%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


9.      (10%) Fjórum ungbörnum var fyrir handvömm ruglað saman á fæðingardeild.  Sem betur fer voru engin tvö af sama ABO-blóðflokki; eitt var A, annað B, hið þriðja AB og hið fjórða O.  Finnið réttu foreldra allra barnanna ef foreldrar voru sem hér segir:

    1. AB og O  B
    2. A og O  A
    3. A og AB  AB
    4. O og O  O

 

10. (10%) Achondroplasia er fágætt afbrigði af dvergvexti meðal manna.  Þessi kvilli ræðst af einu, stökkbreyttu geni.  Hjón, bæði með achondroplasiu, eignast tvö börn og er annað dvergur en hitt með eðlilega líkamshæð.

    1. Er svipgerðin ríkjandi eða víkjandi?  Rökstyðjið svarið.  Svipgerðin hlýtur að vera ríkjandi því báðir foreldrar bera einkenni gensins í útliti sínu, en þau eiga hins vegar afkvæmi sem ber einkenni hins víkjandi gens í svipgerðinni.

 

    1. Hvaða líkur eru á að þriðja barn hjónanna verði eðlilegt?  Eðlilegt barn er arfhreint um víkjandi gen og það eru 25% líkur á því.


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, ©Sigurlaug Kristmannsdóttir - Höfundarréttaráminning