Allar skemmdir á æðum líkamans auka hættuna á blóðtappa í heila. Hættan er bæði fólgin í beinum skemmdum á æðum, í heilanum og þar með auknum líkum á blóðsega. En einnig er aukin hætta á blóðreka til heilans frá öðrum skemmdum æðum. Það sem eykur hættu á blóðtappa er æðakölkun, hár blóðþrýstingur og of hátt kólesteról magn í blóði.
Fylgni er milli hjartasjúkdóma og hættu á að fá blóðtappa í heila. Óreglulegur hjartsláttur t.d í forhólfum hjartans (atrial fibrillation) er algeng orsök blóðtappa í heila sem og gáttaflökt. Einnig getur skemmd í hjartavöðvanum sjálfum verið undirrót tappans. Aðrir sjaldgæfari orsakir eru, truflanir á storknunnar eignileikum blóðsins og mikið vökvatap. Um tvítugt byrjar æðakölkun að myndast og ágerist með árunum. Algengastar eru æðar í hjarta, heila og fótum. Þau kólesteról sem skipta mestu máli eru LDL og HDL. Helstu áhættuþættir sem þarna spila inn í eru ;
|