Dópamín er boðefni, þ.e. efni sem miðlar taugaboðum frá dópamíntaugafrumu til
næstu taugafrumu, sem hún myndar tengsl við. Þegar dópamínfruman verður fyrir áreiti gefur hún frá sér
örlítið dópamín sem lendir á nemum í taugatengslum á næstu taugafrumu í brautinni og kemur af stað í
henni boðspennu sem flytur boðin áfram. Komast boðin ekki áfram teppast eðlilegar hreyfingar en
vöðvastirðleiki og skjálfti verða ráðandi.
Þegar dópamínnemarnir verða aftur fyrir áreiti hverfur hömlunin og eðlileg hreyfing kemst á að nýju.
![]() Myndin sýnir dópamín taugafrumu, með og án dópamíns. |