Parkinson

Daglegt líf

Mælt er eindregið með því að stunda alls konar líkamlega áreynslu t.d. gönguferðir og sund. Félagsstarf, vinahópar og ferðalög vinna gegn einangruninni og eru til góðs fyrir andlega virkni. Sjúklingar eru hvattir til að fara til heitra landa á köldustu tímum hér á landi. Heita veðrið hefur þau áhrif að hita líkamann og þá verður meiri slökun í vöðvum. Það er mjög sjaldan vandamá að aka bíl. Varkárni og dómgreind eru einkenni á parkinsonsjúklingum og þeim er lagið að sjá fyrir og varast hættur. Sjaldan skapast vandi með svefninn vegna parkinsonlyfja. Margir sjúklingar verða kvöldsvæfir og sofa vel út af meðferðinni. Aftur á móti er það ekki óvenjulegt að parkinsonsjúklingar vakni snemma vegna þess að kvöldskammtur lyfsins er hættur að verka. Þá getur hreyfihömlun orðið til þess að erfitt sé að komast fram úr rúminu. Parkinsonveiki gefur ekkert tilefni til að takmarka kynlíf.


Taugavefurinn: Parkinson
Höfundar: Fríða Hrund Kristinsdóttir og Sigrún Dögg Þórðardóttir
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar2/lif.htm