Til eru lyf sem geta dregið verulega úr einkennum sjúkdómsins, einkum stirðleika og hreyfihindruninni. Þessir sjúklingar þurfa oft mikla hjúkrun. Mikilvægt er að reyna að halda hreyfigetunni eins lengi og mögulegt er t.d. með göngu eða léttum æfingum. Auðvelda verður sjúkling með því að breyta umhverfi hans þannig að hann eigi auðveldara með að komast um. Þegar sjúkdómurinn er langt genginn og sjúklingar orðnir rúmfastir þurfa þeir alhliða hjúkrun. Lyfjameðferðin gengur annað hvort út á að auka virkni boðefnisins dópamín í heilanum, draga úr niðurbroti þess, bæta upp skortinn á dópamíni eða draga úr virkni ensímsins, sem brýtur dópamínið niður (þ.e. seinkar niðurbrotinu). Sjúkraþjálfun er æskileg til þess að teygja á stífum vöðvum og til þess að þjálfa hreyfifærni og jafnvægi sjúklingsins. Mælt er með iðjuþjálfun og meðferð hjá talmeinafræðingi. Við kyngingar- og matarvandamál getur þurft að grípa til þess að næra sjúklinginn beint í gegnum kviðvegginn með slöngu. |