Parkinson

Hvað vitum við um orsakir veikinnar í heilanum?

Líkamleg einkenni:
  • Frambeygt höfuð
  • Höfuðskjálfti
  • Fölur
  • Slefar
  • Stirðleiki
  • Frambeygður búkur
  • Léttist
  • Skortur á almennum liðleika
  • Handskjálfti
  • Minni viðbragðshæfni
  • Efni losna frá beinum
  • Draga fætur
Til hjálpar:
  • Fræða sjúkling og aðstendur hans
  • Endurhæfing
  • Heitt bað og nudd til vöðvaslökunar
  • Aðstoð við úrgangslosun
  • Veita þeim hjálpartæki til sjálfshjálpar
  • Viðhalda hreyfingu til að halda liðamótum hreyfanlegum og reyna að koma í veg fyrir að það brotni upp úr beinum
Skjálfti er dæmigert einkenni og yfirleitt fyrsta einkennið. Hendur eða höfuð hristast á ósjálfráðan og reglubundinn hátt. Skjálftinn er áberandi þegar viðkomandi líkamshluti er í hvíld og dvínar þegar hann er í notkun. Ef sjúkdómurinn versnar getur viðkomandi orðið óskýr í tali og átt í erfiðleikum með t.d. að skrifa. Með árunum fær sjúklingurinn mjög einkennandi göngulag fyrir parkinson sjúkdóminn og er eins og honum sé beinlínis hrint áfram. Viðkomandi finnur ekki fyrir sársauka heldur sífellt minnkandi getu til að hreyfa sig. Reyndar þegar vissir líkamshlutar stirðna og sjúklingurinn getur illa eða ekki hreyft hann myndast verkur. Með auknum vöðvastirðleika hallast líkaminn fram á við og handleggir verða bognir og við það verður jafnvægisleysi. Á síðari stigum sjúkdómsins er hnignandi minni og hugsunargangur.


Taugavefurinn: Parkinson
Höfundar: Fríða Hrund Kristinsdóttir og Sigrún Dögg Þórðardóttir
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar2/orsak.htm