|
Bein mannslíkamans eru merkileg fyrirbæri og það er ýmislegt um þau að segja.
Það reyndist okkur því frekar erfitt að ákveða um hvað við ættum að fjalla í þessu verkefni
en eina skilyrðið var að það fjallaði að einhverju leyti um bein.
Eftir nokkra umhugsun ákváðum við að gera beinaskrá þar sem fram koma nöfn allra helstu beina
líkamans bæði á íslensku og latnesku.
Nokkrar myndir eru til staðar til að skýra nánar staðsetningu beinanna og þá má einnig finna
í verkefninu ýmsan fróðleik tengdan beinum. Það má því eiginlega segja að verkefnið gefi
ágætis heildarmynd yfir beinagrindina og byggingu hennar almennt.
Eftir að hafa skráð niður öll helstu bein mannslíkamans töldum við öll
beinin saman og okkar niðurstaða var sú að heildarfjöldi beina í líkamanum væri 211.
Það er þó ekki til nein rétt tala í þessu sambandi því það er misjafnt hvernig fólk telur þau saman.
Við þökkum þér fyrir að hafa komið og skoðað vefsíðuna okkar. Vonandi hefur þú haft gagn og gaman af
því rétt eins og við höfðum við að vinna hana.
|