LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Kreatín.
 
Hvað er kreatín?

Kreatín fosfat er efni sem finnst í líkamanum, aðallega í beinagrindar vöðvum. Kreatín fosfat hefur verið reynt í meðferð ýmissa hjartakvilla. Efnið finnst einnig í beinagrindavöðvum annara hryggdýra.

Kreatín mónóhydrat er notað mikið sem fæðubótarefni en hefur einnig verið reynt í meðferð við efnaskiptatruflunum. Líkamsræktarfólk sem og aðrir íþróttamenn tekur oft kreatín og á það að auka afköst og vöðvauppbyggingu en skiptar skoðanir eru um gagnsemi þess meðal fræðimanna. Margir vilja ekki trúa að kreatín hafi svo afgerandi áhrif á kraft og afl og fyrirtækin sem framleiða þetta efni, þau fyrirtæki sem framleiða kreatín hafa marga sérfræðinga á launum og hafa þeir gert margar rannsóknir á virkni efnisins.

Kreatín var fyrst uppgvötað af frönskum vísindamanni árið 1832 en það var ekki fyrr en árið 1923 að vísindamenn uppgvötuðu að yfir 95% af kreatíni er geymt í vöðvavef.


Hormónavefurinn. Kreatín.
Höfundar: Jónas Guðnason og Þráinn Ómar Jónsson.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon11/hvad.htm