|
Vanvirkur skjaldkirtill.
Skjaldkirtill er nauðsynlegt líffæri og við getum ekki lifað án hans. Ef hann hættir að starfa eða við missum hann einhverra hluta vegna, verðum við að taka inn skjaldkirtilshormón í töflu formi það sem eftir er. Vanvirkur skjaldkirtill kallast einnig myxedema (spiklopi) eða hypothyroidism. Skjaldkirtill myndar ekki nægilegt magn af skjaldkirtilshormónunum týrósíni og þríjoðtýróníni vegna vanstarfsemi. Öll efnaskipti líkamans verða óeðlilega hæg og allur líkaminn hægir á sér.
Algengastur hjá eldra fólki, konum sérstaklega. U.þ.b. 2 af hverjum 100 konum sem komnar eru yfir sextugt eru með vanvirkan skjaldkirtil. Getur komið fram hjá yngra fólki og í einstaka tilfellum meðfæddur, í 1 af hverjum 4000 fæðingum.
Hver eru einkennin?
Vanstarfsemi í skjaldkirtli hefur áhrif á mörg líffæri líkamans. Einkennin koma oftast hægt í ljós og geta staðið lengi án þessa að einhver taki eftir að um sjúkdóm sé að ræða, þau geta komið frá mörgum líffærakerfum í einu t.d. heila, hjarta, þörmum, vöðvum o.fl.
Einkenni:
- Síþreyta og þróttleysi: Hugþrautir eins og að leggja saman vöruverð tekur lengri tíma.
- Verkir í vöðvum og liðum, sinadráttur: Hreyfingar hægar. Slím þroti safnast á úlnliði og þrýstir á taugarnar sem liggja til handanna og veldur dofa og fiðringi í þeim.
- Hjartastækkun og hægur púls: Hjartsláttur (púls) lækkar úr 60-80 slög á mínútu í 50 slög á mínútu eða minna.
- Kulda óþol, lækkaður líkamshiti: Finnur meira fyrir kulda og klæðir sig meira.
- Minni matarlyst og þyngdaraukning: Hægari líkamsstarfssemi krefst minni orku.
- Höfuðverkur og tíðartruflanir: Miklar og langvarandi blæðingar hjá konum og bæði kynin missa áhuga á kynlífi.
- Harðlífi: Hægur samdráttur í þarmavöðvum.
- Húðin þurr og föl: Áberandi þurr húð, slímkennt efni sem safnast í hana veldur þykkri og þrútinni húð og andlitið virðist tútnar út.
- Hás og djúp rödd, þykk tunga: Slím þroti sest á raddböndin.
- Heyrnaskerðing: Slím þroti safnast í eyru.
- Hárið þunnt, þurrt og líflaust
- Neglur þunnar og brothættar
Hver er orsökin?
Algengustu orsakir vanvirks skjaldkirtils eru:
-
Hashimoto´s sjúkdómur eða landvinn bólga í skjaldkirtli. Mótefni ráðast á skjaldkirtil eigin líkama, sjaldgæfur sjálfnæmissjúkdómur.
- Meðferð með geislavirku joði við skjaldkirtilsofvirkni. Hægir of mikið á skjaldkirtlinum.
- Meðfæddur vanþroski skjaldkirtils.
- Sjaldgæfar aukaverkanir nokkurra lyfja (Neo-Mercazole, Lítíum, Cordarone).
- Neysla á joði í miklum mæli (fæðubótaefni, sum röntgen skuggaefni og náttúrulækningalyf).
- Við tímabundna skjaldkirtilsbólgu.
- Í kjölfar meðgöngu (postpartum thyroiditis), oft tímabundin vanstarfsemi.
- Joðskortur í fæðu.
Hvað er til ráða?
Einstaklingar sem eiga á hættu vanstarfsemi í skjaldkirtli (hafa verið meðhöndlaðir með skjaldkirtilshemjandi lyfjum, skurðaðgerð eða geislavirku joði) ættu að láta athuga starfsemi skjaldkirtils árlega. Blóðsýni tekin og mælt magn skjaldkirtilshormóna og hormónsins sem örvar skjaldkirtil (thyroid stimulating hormone=TSH) framleitt í heiladigli. Líklega vanstarfsemi í skjaldkirtli efmagn hormónsins í blóðinu eykst meira en eðlilegt gildi. Ef mótefni gegn skjaldkirtlinum finnast líka í blóðsýninu er það Hashimotos sjúkdómurinn.
Hver er meðferðin?
Taka þarf inn skaldkirtilshormónið thýroxín í töflu formi daglega það sem eftir er ævinnar, nema þegar um skammvinna vanstarfsemi er að ræða. Lítill skammtur í byrjun en hann er smá saman stækkaður þangað til vilhaldsskammti er náð. Þegar réttum skammti hefur verið náð lætur einstaklinguinn mæla árlega magn skjaldkirtilshormóna í blóði. Litlar sem engar aukaverkanir fylgja meðferðinni en of stór skammtur getur leitt til sömu einkenna og við ofstarfsemi skjaldkirtils.
Skjaldkirtilsvanvirkni hjá börnum.
Það kallast kretínismi sjúkdómur sem orsakast af vanstarfsemi í skjaldkirtlinum hjá börnum. Án meðhöndlunar börnin verða dvergvaxin og stærðahlutföll milli einstakra líkamsparta ruglast. Einnig heftist mjög andlegur þroski þessara barna, þau verða greindarskert og vangefin. Sjúkdómurinn greinist yfirleitt hjá ungabörnum skömmu eftir fæðingu. Þau geta fengið langvarandi gulu, hafa fyrirferðarmikla tungu og stundum naflakviðslit, eru sljó og taka illa við næringu.
Lyfjagjöf er hafin eins fljótt og unnt er hjá ungabörnum. Það eru mjög góðar líkur á því að það nái að vaxa og þroskast eðlilega án frekari einkenna ef lyfjagjöfin er hafin áður en barnið nær þriggja mánaða aldri.
|