Efnafræði lífsins, krossapróf
gert af Sigurlaugu Kristmannsdóttur, kennara FÁ
Merktu við rétt svör, aðeins eitt svar er rétt í hverju tilviki.


1. Algengustu frumefnin í lifandi verum eru:
vetni, nitur og súrefni
vetni, súrefni og kolefni
vetni, súrefni og kalk
kolefni, nitur og súrefni

2. Algengasta ólífræna efnið í lifandi verum er:
súrefni
prótein
vatn
kalk

3. Lífrænt efni er:
efni í lifandi verum
kolefnissamband
lifandi efni
lífsnauðsynlegt efni

4. Jarðolía er:
lífrænt efni
ólífrænt efni
lífefni
ekkert af þessu

5. Stærstu flokkar lífefna eru:
jarðolíusambönd
aldehýð og ketónar
sykrur, prótein, lípíð og kjarnsýrur
alkanar, alkenar og alkýnar

6. Sykrur skiptast í
einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur
hvítan sykur og púðursykur
mjölva og glýkógen
ekkert af þessu

7. Algengasta einsykran er:
súkrósi (strásykur)
þrúguskykur (glúkósi)
maltósi (maltsykur)
laktósi (mjólkursykur)

8. Mjölvi er fjölsykra og
forðanæring plöntufruma
forðanæring dýrsfruma
byggingarefni í plönturíki
byggingarefni í dýraríki

9. Glýkógen er fjölsykra og
forðanæring plöntufruma
forðanæring dýrsfruma
byggingarefni í plönturíki
byggingarefni í dýraríki

10. Sellulósi er
fjölsykra
einsykra
prótein
fita

11. Fituefni eru langtíma orkugeymsla lífvera og þau tilheyra flokki:
próteina
lípíða
sykra
kjarnsýra

12. Byggingarefni próteina eru:
amínósýrur
nukleotíð (kirni)
einsykrur
fitusýrur

13. Helstu hlutverk prótein eru:
orkugjafar
byggingarefni og ensím
erfðaefni
forðageymslur

14. Kjarnsýrur eru:
sykurkeðjur
amínósýrukeðjur
nukleotíðakeðjur
stórsameindir lípíða

15. Ein af eftirtöldum fullyrðingum um DNA er röng:
DNA er einföld nukleotíðakeðja
DNA er erfðaefni frumunnar
DNA stjórnar gerð og starfsemi frumunnar
DNA hefur sjálfseftirmyndunarhæfileika

16. RNA er:
erfðaefni frumunnar
mynduð af DNA
mynduð af próteinum
ekkert af þessu

17. RNA sér um:
fitumyndun í frumunni
próteinmyndun í frumunni
sykurmyndun í frumunni
myndun DNA í frumunni

18. Ein af eftirtöldum fullyrðingum um ATP er röng:
ATP er adenosíntrífosfat
orka sem losnar úr læðingi við sundrun efna í frumu er bundin í orkurík tengi ATP
Þegar orku er þörf í frumunni eru orkuríkjum tengjum ATP sundrað
ATP er erfðaefni frumunnar

19. Eitt af eftirtöldum samböndum er rétt:
DNA- RNA -prótein
RNA- DNA -prótein
prótein -DNA -RNA
DNA-prótein-RNA

20. Sá bútur af DNA sem sér um myndun eins próteins nefnist:
kirni
nukleotíð
fosfat
gen

Hlutfall réttra svara =
Rétt svör:


Fjölbrautaskólinn við Ármúla, september 2001
Kennarar: María Björg Kristjánsdóttir maria@fa.is og Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@fa.is