Verkefni 6 (5%) - Kynsjúkdómar

 

|Kynning|  |Verkefni|  |Bjargir|  |Ferli|  |Mat |  |Niðurstaða|

Kynning

Markmiðið með verkefninu er að…

  • þið kynnið ykkur einn kynsjúkdóm, lífveruna sem veldur honum, smitleiðir, afleiðingar smits, greiningu, fyrirbyggjandi aðgerðir, lækningu o.sv.frv.
  • þjálfist í heimildaleit og úrvinnslu heimilda
  • þjálfist í framsetningu gagna

 

efst á síðu

 

Verkefni

Það sem þið eigið að gera er að velja ykkur einn kynsjúkdóm og fjalla um hann á ítarlegan hátt, reynið að hafa umfjöllunina sem myndrænasta. Það sem á að koma fram í verkefninu er:

  1. Lýsing á einkennum sjúkdómsins
  2. Lýsing á lífverunni sem veldur sjúkdómnum
  3. Smitleiðir
  4. Prófun/greining
  5. Fyrirbyggjandi aðgerðir
  6. Lækning/meðhöndlun

 

  • Athugið að sumt af ofantöldum atriðum er hægt að fjalla um undir sömu fyrirsögn/kafla.  Aðlaatriðið er að allt að ofnatöldu komi fram en ekki í hvaða röð.

 

efst á síðu

Bjargir

Landlæknisembættið-Kynsjúkdómar

Kynlíf og samskipti á Doktor.is

HIV vefurinn

HIV/AIDS klukkan

 

  • Þegar þið hafið fundið síðu sem fjallað er um sjúkdóminn þá er gott að velja “Tools” á slánni í Internet Explorer og þar “Show Related links” Þá fáið þið upp slóðir sem fjalla um sama efni, eða tengt efni.

 

efst á síðu

Ferli

1.      Vinnið saman að verkefninu í 3-4 manna hópum.

2.      Þið veljið ykkur sjálf samverkamenn

3.      Hver hópur velur sér einn kynsjúkdóm í samráði við kennara

4.      Hópurinn velur hópstjóra sem tekur niður nöfn og símanúmer annarra í hópnum. Hópstjórinn ber ábyrgð á því að aðrir í hópnum skili af sér sínum hluta verksins og að skilað sé á réttum tíma. Ef einhver í hópnum er algjörlega óvirkur látið þá kennara vita því þið fáið einkunn sem hópur

5.      Vinnan við verkefnið tekur 3 kennslustundir

6.      Athugið að það er líka gert ráð fyrir einhverri heimavinnu við úrlausn verkefnisins

 

Hvað ber að hafa í huga við úrvinnslu verkefnisins

1.      Reynið að hafa alla umfjöllun sem myndrænasta, þ.e. nota myndir, töflur, súlurit, línurit, kökurit o.sv.frv. ef það er hægt

2.      Útskýrið allar myndir og setjið í samhengi við það sem þið eruð að fjalla um, ef þið notið myndir frá öðrum verið þið að geta þess í myndatexta og hafa krækju í síðuna/höfundinn

3.      Hafið texta skýra og hnitmiða

4.      Hafið skýr kaflaskil/kaflafyrirsagnir

5.      Þið verðið að nota a.m.k. 3 heimildir í verkefninu og ekki gleyma heimildarskránni!

 

Skil

  • Verkefninu á að skila sem veggspjaldi, bæklingi eða vefsíðu
  • Lengdin er ekki aðalatriðið heldur innihaldið, framsetning og efnistök!

 

 efst á síðu

Mat

·        Hópurinn er metinn sem heild því er mikilvægt að kennari sé látinn vita ef einhver í hópnum skilar ekki því verki sem honum var ætlað

·        Einkunn er gefin fyrir efnistök, frágang, heimildaskrá og ástundun

·        Verkefnið vegur 5% af lokaeinkunn

 

efst á síðu

Niðurstaða

Eftir vinnu við verkefnið ættuð þið að vera fróðari um kynsjúkdóma, smitleiðr þeirra, afleiðingar og leiðir til að koma í veg fyrir smit. Einnig hafið þið samið efni sem gæti nýst öðrum í sama tilgangi.

                     

efst á síðu

Síðast uppfært  5. október 2002

 

 Guðfinna B. Steinarsdóttir, María B. Kristjánsdóttir, Sigurlaug Kristmannsdóttir