Nát 103, líffræði. Frumuskoðun

Til baka: Aðalsíða NÁT 103 / Fruma, kennsluáætlun


 
Inngangur:
Markmið æfingarinnar er að læra að nota smásjá, kynnast stækkunargetu hennar og að skoða og teikna frumusýni.  Einnig að læra að gera skýrslu um líffræðileg viðfangsefni.  Í þessum kafli á einnig að gera grein fyrir helstu hlutum ljóssmásjárinnar, stækkunargetu hennar og merkja inn á myndir sem fylgja með skýrslunni.

Efni og tæki:
Ljóssmásjá, burðargler, þekjugler, hnífur, laukur, joð litarefni.

Framkvæmd:
Tveir nemendur vinna saman. Taka þarf tillit til annarra og fara varlega með tæki og tól!

1)  Ljóssmásjá sett í samband og hún stillt. Leiðbeiningar á bls. 49 og bls. 65 í kennslubók hafðar við höndina.
2)  Kennari kynnir nemendum helstu hluta smásjárinnar og lýsir stækkunargetu hennar.
3)  Frumusýni búin til, skoðuð og teiknuð.  Merkið inn á myndina það sem þið sjáið.
Lauksýni: Bútur af millihimnu sem er á milli laukblaða í lauk. Bútur settur í vatnsdropa á burðargleri. Litað með joð – litarefni og þekjugler lagt yfir. Sýni skoðað í ljóssmásjánni og það teiknað eftir bestu getu.

Frumusýni úr munni: Nemandi skefur með fingri eða eldspýtu frumusýni úr slímhúð í eigin munni. Best er að taka sýnið úr góm. Sýni er sett á burðargler og litað með óþynntu joð – litarefni. Þekjugler sett yfir og þekjufrumur skoðaðar í smásjá. Sýni teiknað eftir bestu getu.

Niðurstöður:
Myndir af frumugerðunum sem þið sjáið með merkingum.

Túlkun niðurstaða:
Hvaða upplýsingar er hægt að fá með þessari athugun?

Skekkjur og mat:
Er hægt að benda á eitthvað sem betur mætti fara? Eru niðurstöður áreiðanlegar?

Skýrslu skal skila tölvuunninni á prófdegi.  Merkið inn á þessar myndir og látið þær fylgja með skýrslunni:


 



Fjölbrautaskólinn við Ármúla, júní 2002
Kennari:  Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@fa.is