|
Nát 103 |
Allar
lífverur eru gerðar úr frumu eða frumum. Fruman
er minnsta eining sem gædd er öllum eiginleikum lífs.
Allar frumur eru komnar af öðrum frumum við skiptingu.
En hvernig eru frumur byggðar upp og hvernig starfa þær?
Markmiðið með þessum vefleiðangri er að kynnast þessum frumum, þeim einingum sem þær eru gerðar úr og öðru forvitnilegu sem tengist þeim. |
Þegar
þú hefur farið í gegnum vefleiðangurinn ert
þú án efa talsvert fróðari um frumulíffræði.
Niðurstöðurnar setur þú fram í ritgerð,
öðrum til fróðleiks.
|
Byrjum
á að skoða nokkrar myndir af frumum:
Frumulíffærin
eru sérstaklega til athugunar hér:
Hvernig
væri að fá að lesa eitthvað um frumulíffærin
á íslensku!
Hvaða
munur er á plöntu- og dýrafrumum?
Kannið
þekkingu ykkar á frumunni:
Farið
inn á leitarvefi og sláið inn leitarorð sem tengjast
verkefni ykkar:
Einnig
er fjallað um frumuna í 3. kafla kennslubókarinnar og
um lífefnafræði í 2. kafla.
|
Veljið ykkur verkefni
af listanum sem kemur hér á eftir. Skrifið niður
það sem þið vitið um viðfangsefnið og það
sem ykkur langar til að vita betur. Byrjið að afla heimilda.
Skrifið niður það sem ykkur finnst markvert og munið
að skrá niður allar heimildir sem þið notið.
Sjá um skráningu heimilda í bók sem nefnist
Handbók um ritun og frágang.. Mikilvægt er að
notaðar séu a.m.k tvær heimildir við gerð verkefnis.
Vandið frágang
eftir bestu getu. Munið að myndskreyta, skipta textanum niður
í kafla og hafa kaflafyrirsagnir. Vitnið í myndir
í texta og birtið texta með myndum. Lesið textann
vandlega yfir og hafið í huga að gæði eru betri
en magn. Forðist innsláttar- og stafsetningavillur.
Birtið heimildaskrá.
Verkefninu
á að skila á prófdegi.
|
Verkefnið gildir
10% af lokaeinkunn. Matið byggist á efnistökum, frágangi
og notkun heimilda. Munið að birta heimildaskrá.
|
Eftir
að hafa tekið þátt í þessum vefleiðangri
ert þú án efa mun fróðari um frumur og frumulíffæri
og byggingarefni þeirra, um sjálfan þig og aðrar
lífverur jarðar. Þú veist væntanlega
meira um lífið sjálft en þú vissir áður,
hversu flókið það er, en þó samt svo
einfalt...............................
|