Nát 103, haustönn 2003

Verkefni / Líf

Skilaverkefni 1a

Svör við þessu verkefni er að finna á Náttúrugripasafni Íslands.


1. Í fjörunni er að finna fjölbreytt plöntu- og dýralíf. Teldu upp 3 skordýrategundir og 3 þangtegundir sem lifa í fjörum við Ísland

2. Hver er eina villta trjátegundin sem myndar skóga hér á landi?

 

 

3. Finndu eftirfarandi dýr og ritaðu latnesk fræðiheiti þeirra

Kuðungakrabbi

Minkur

Svartrotta

4. Hve margar tegundir sveppa finnast hér á landi? Nefndu dæmi um 4 sveppategundir

 

 

5. Nefndu tvær andategundir og ritaðu latneskt heiti þeirra

 

 

6. Nefndu tvær mávategundir og ritaðu latneskt heiti þeirra

 

 

7. Hvað hafa fundist margar tegundir hvala hér við land? Nefndu dæmi um 2 tegundir

 

8. Nefndu dæmi um 2 dýrategundir og 2 plöntutegundir sem lifa í eða við straumvötn hér á landi

 

 

9. Nefndu dæmi um 4 gerðir hryggleysingja sem lifa í tjörnum

 

 

10. Hvaða hlutverki gegna gerlar í hringrás næringarefna?

 

 

11. Hvaða 3 tegundir geitunga er að finna hér á landi?

 

 

12. Hvaða íslenskur fugl verpir stærstum eggjum? En minnstum?

 

 

13. Hverjir eru mikilvægustu nytjafiskar hér við land?

 

 

14. Hvað er kúluskítur?

 

 

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla-október 2003, ©GBS , MBK, SK - Höfundarréttaráminning