Nát 103, haustfjarnám 2003



Til baka: Aðalsíða NÁT 103 / Kennsluáætlun

Sérstakar upplýsingar um nám í NÁT 103 á haustönn 2003


Eins og þið vitið fjallar þessi NÁT áfangi um líffræði. Áfanganum er skipt upp í 5 lotur og heita þær: Líf, fruma, flokkun, erfðir og vist. Gert er ráð fyrir að hver lota taki 2 vikur. Til að fræðast nánar um skipulag áfangans getið þið farið á heimasíðuna okkar. Í WebCT verða síðan settar inn nánari upplýsingar um námsefni, verkefni, próf og hvað annað sem tengist áfanganum. Gert er ráð fyrir að nýtt efni komi inn í hverri viku, eða eins oft og þarf. Þið skulið því fara inn í WebCT að minnsta kosti vikulega og helst oftar.

Til að byrja með bið ég ykkur um að útvega ykkur kennslubókina:

Líffræð, kjarni fyrir framhaldsskóla. Eftir Örnólf Thorlacius. Útgefandi Iðnú.

Munið að fjarnám er fyrst og fremst sjálfsnám, en munið jafnframt að ég er öll af vilja gerð til að hjálpa ykkur og leiðbeina. Ætlið ykkur tíma til námsins, munið að nám er vinna og gefist ekki upp þó á móti blási. Hinir ýmsu hlutar námsefnisins eru misþungir og þó að einn hlutinn virðist erfiður getur verið að sá næsti verði ykkur auðveldari.

Bestu kveðjur til ykkar allra

Sigurlaug Kristmannsdóttir



Fjölbrautaskólinn við Ármúla-september 2003, ©Sigurlaug Kristmannsdóttir - Höfundarréttaráminning