Nát 103, sumarfjarnám 2003



Til baka

Kafli 8, dæmi 9

Hjá hestum ríkir brúnn litur (genið B) yfir jörpum (genið b).  Brokk (genið T) ríkir yfir skeiði (genið t).  Brún brokkhryssa eignast folald sem er jarpt og skeiðar.  Hver er arfgerð hryssunnar?

 

Byrjum á folaldinu.  Það ber eiginleika hins víkjandi gens í svipgerð sinni:  Því hlýtur það að vera arfhreint um víkjandi gen. 

Folaldið er b//b og þess vegna er það jarpt og

það er  t//t og þess vegna skeiðar það.

 

Móðir sem getur eignast afkvæmi sem er arfhreint um víkjandi gen hlýtur að bera slíkt gen í sér.  En þar sem hryssan er brún að lit (genið B) og hún brokkar (genið T), hlýtur hún einnig að hafa í sér ríkjandi gen.  Hryssan er því arfblendin með tilliti til beggja gena.  Arfgerð hryssunnar er því:

            B//b og þess vegna er hún brún en getur eignast folald sem er jarpt.

            T//t og þess vegna er hún brokkari en getur eignast folald sem er skeiðari.



Fjölbrautaskólinn við Ármúla, ©Sigurlaug Kristmannsdóttir - Höfundarréttaráminning