Til baka 
 
Flúor - F

Sætistala: 9

Atómmassi: 19 u

Bygging atómsins:

Kjarninn hefur 9 róteindir, 10 nifteindir og 9 rafeindir. Hvolfin eru tvo, 2 rafeindir á fyrra og 7 á seinna hvolfinu.

Hvernig nafn flúors er tilkomið:

Flúor dregur nafnið sitt af orðinu fluere, úr latínu sem þýðir að flæða.

Hvar flúor er að finna í náttúrunni:

Flúor er óstöðugt efni og finnst því tæpast nema í efnasamböndum þ.e. sem flúoríð. Svo virðist sem flúor í mjög litlu magni sé nauðsynlegt efni fyrir líkamann. Flúor finnst í litlum mæli í umhverfinu, gróðri, vatni, í hafinu og í fóðri sem skepnurnar fá, þótt ekki sé eitraðri ösku til að dreifa.

Hvernig flúor er notað:

Svo virðist sem flúor í mjög litlu magni sé nauðsynlegt efni fyrir líkamann. Vitað er að flúor í ösku veldur eitrunum í dýrum, ef það fer upp fyrir ákveðin mörk í fóðri eða vatni.Miklu meira getur verið af flúor í steinefnablöndum, ennfremur í fiskmjöli.

Vatn er aðalflúorgjafi fólks sé það undanskilið fæst flúor aðallega úr te og fiskmeti, og þá einkum úr beinum og roði. Flúor fæst hér á landi einungis úr tannkremi, flúorstöflum, flúorskoli, flúorlakki og flúortyggigúmíi.

Annað forvitnilegt um flúor:

Líkaminn losar sig jafnóðum við hluta flúors með saur, svita og þvagi, en eftir því sem líður á ævina safnast jafnt og þétt fyrir í líkamanum hluti þess sem upp er tekinn, einkum í tönnum og beinum.

Heimildaskrá:

Jón K. F. Geirsson. 1995. “Nafngiftir frumefna”. Náttúrufræðingurinn.
tannheilsa.is
cvo.is

Höfundur: Guðný Hallsdóttir, NÁT 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, júlí 2005/SK