Til baka 
 
Natríum - Na

Sætistala: 11

Atómmassi: 22,9897 u

Massatala: 23-36 u

Bygging atómsins:

Natríum er alkalímálmur og hefur sætistöluna 11, það er staðsett í 1. flokki og 3. lotu í lotukerfinu sem þýðir að það hefur 11 róteindir og rafeindir á 3 hvolum, 2 rafeindir á 1. hvolfi, 8 á 2. hvolfi og 1 á 3. hvofli (sjá mynd). Fjöldi nifteinda getur verið misjafn frá 12 og upp í 25 þar sem 13 samsætur natríums eru þekktar.

Natríum myndar + hlaðna jón og hefur atómmassan 22.9897 u ,það hefur bræðslumarkið 370,96º K og sýður við 1156,1 º K.


Natríum atóm

Hvernig nafn natríums er tilkomið:

Efnið sem við köllum natríum er á ensku kallað sodium og þaðan er nafn efnisins komið. Efnatáknið Na kemur úr latínu natrium sem þýðir það sama og enska orðið soda.

Hvar natríum er að finna í náttúrunni:

Natríum er mjög hvarfgjarn málmur og finnst ekki óbundin í náttúrunni heldur alltaf í efnasamböndum t.d. sem NaCl eða matarsalt.

Hvernig natríum er notað:

Natríum er mjög algengt í náttúrunni, það er 4 algengasta efnið í jarðskorpunni og er 2,6% hennar. Það finnst m.a.í saltnámum og er líka unnið úr sjó. Natríum kemur mikið við sögu í ýmsum iðnaði og er mikilvægt við myndun lífrænna efna. Það er notað í hitaflutningi í papírs- ,sápu -,olíu-, efna- og málmiðnaði.

Einnig er natríum mjög mikilvægt efni í mönnum og okkur er bráðnauðsyn að hafa nóg af því í líkamanum.Þar sem efnið aðstoðar m.a. við stýringu á vatnsflæði inn og út úr vefjum og frumum.

Annað forvitnilegt um natríum:

Natríum er mjúkur málmur sem er gljáandi og silfurhvítur, hann er léttur og flýtur á vatni. (Sjá mynd) Efnið var fyrst einangrað af Davy árið 1807.


Natríum málmur

Heimildaskrá:

Höfundur: Birna Ósk Eðvarðsdóttir, NÁT 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, júlí 2005/SK