Sætistala: 8
Atómmassi: 15,99944 u
Eðlismassi:
1,429 g/l
Bræðslumark:
-218,4°C
Suðumark: -183,0°C
Bygging
atómsins:
Bygging súrefnisatómsins er að það
hefur sætistöluna 8 er í 6. flokki og
í 2. lotu. Þetta þýðir að
súrefnisatóm hefur 8 róteindir og þá
8 rafeindir á tveimur hvolfum.
2. lota þýðir fjöldi hvolfa. 6. flokkur
segir til um fjölda gildisrafeinda þ.e. fjöldi
rafeinda á ysta hvolfi. Sem sagt, súrefni
hefur þá 2 rafeindir á fyrsta hvolfi
og 6 á öðru hvolfi. Súrefnisatómið
hefur einnig 8 nifteindir í kjarnanum.
Hvernig
nafn súrefnis er tilkomið:
Nafnið oxygen (oxygenium) kemur úr latínu,
samkvæmt kennslubókinni, en úr grísku
samkvæmt heimildum af internetinu. Oxy þýðir
sýra og genium að mynda sem sagt sýrumyndari.
Það var uppgötvað árið 1774
af Pristeley og Scheel. Þeir uppgötvuðu súrefnið
þó í sitthvoru lagi og sá fyrrnefndi
fær oftast heiðurinn.
Hvar
súrefni er að finna í náttúrunni:
Súrefni
er í þriðja sæti yfir þau frumefni
sem mest er af í heiminum. Það er 2/3 hlutar
af massa líkamans og 9/10 hlutar vatns. Það
finnst í gufuhvolfinu, í vatni og í
andrúmsloftinu.
Hvernig
súrefni er notað:
Súrefni
er notað á ýmsan hátt t.d. fyrir
sjúklinga á sjúkrahúsum sem
þjást af einhverjum lungnasjúkdómum.
Við öndum því að okkur og í
líkamanum tengist það vetni og verður
að vatni H2O. Vatnið taka síðan
plönturnar upp og vinna úr því
aftur í súrefni.
Súrefni er einnig notað í fljótandi
formi blandað saman við vetni og þá
notað sem eldflaugareldsneyti.
Ósonlagið er gert úr O3 sem
ver okkur gegn útfjólubláum geislum
frá sólinni.
Annað
forvitnilegt um súrefni:
Súrefni
í fljótandi formi er fölblátt,
það er gas við staðalaðstæður
og er þá litlaust.
Heimildaskrá:
Chemical
Elements.com
- Oxygen (O)
It's
Elemental - The Element Oxygen
Eðlis og efnafræði. höf. Rúnar
S. Þorvaldsson
Höfundur: Einar Þór
Ingólfsson, NÁT 123
|