Til baka
 

 

Gull - Au

 

Sætistala: 79
Atómmassi: 158

Efnasambönd gulls: Algengasta blanda gulls er AuCl3 og HAuCl4. Andrúmsloft hefur engin áhrif á gull.

Hvar er hægt að finna gull?

Gull er frjálst í náttúrunni. Það er hægt að finna í sjó og í dag kemur mesta gullið frá Suður-Afríku, Rússlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Hvernig er nafnið tilkomið?

Nafnið "gull" er eldgamalt. Ekki er vitað hvar eða hvenær það var fundið. Uppruni nafnsins er komið frá engilsaxneska orðinu "gold" en uppruni táknsins Au er frá latneska orðinu "aurum" sem þýðir gull.

Hvernig er gull notað?

Gull er notað til að búa til skartgripi. Hreint gull (Au) er sjaldan notað í eitthvað annað en gullstangir og safngripi eins og gullpeninga. Ástæðan er sú að hreint gull er of mjúkt til smíða og því er það blandað með kopar eða öðrum málmum þegar smíða á skart og gripi úr gulli. Mælieiningin Karat er notuð til þess að lýsa hreinleika blöndunnar og er eitt karat 1/24 eða um 4,1667% gull.

Forvitnilegt um gull.

Í kringum 3000 fyrir Krist voru gullhringar notaðir sem gjaldmiðill í Egyptalandi og Mesópótamíu, þar sem Írak er núna, en gullið kom að mestu frá Egyptalandi. Um 45 prósent af öllu gulli sem til er í heiminum er í eigu ríkja og seðlabanka.

Heimildir.

http://www.visindavefur.hi.is
http://www.webelements.com


Höfundar: Íris, Þórhildur og Lilja, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK