Til baka 
 
 
Bór - B

 

Sætistala: 5
Atómmassi: 10,81

Bygging atómsins: Rafeindaskipan: 2-3


Frumefnið var uppgvötað árið 1808 af Sir Humphrey Davy og einnig af Gay- Lussac og Thenard.


Bór finnst ekki hreint í nátturinni en birtist sem bórsýra í venjulegu hveravatni.
Úlexít, (vatnsbundið natríum og kalsíumbórat) er bórsamband sem er mjög merkilegt því það er útgáfa náttúrunnar sjálfrar af "ljósleiðara". Mikilvægar bóruppsprettur eru: Jarðefnið rasorít (kernít) og tinkal (bóraxleir).
Í náttúrinni finnst bór sem 19,78% 10B samsæta og 80,22% 11B samsæta.


Unnt er að framleiða hágæða kristallað bór með eimingu á bórþríklóríði eða þríbrómíði með vetni á rafhituðum málmþráðum. 99,9999% hreint bór hefur verið framleitt og er fáanlegt sem markaðsvara.

Ókristallað bór er notað í blys (neyðar) og gefur áberandi grænan lit það er einnig notað sem kveikiefni í eldflaugar. Langsamlega mikilvægast sem söluvarningur er bórsambandið Na2B4O7*5H2O. Þetta pentahýdrat (penta=5) er notað í miklu magni við framleiðslu á trefjagleri, í einangrun og natríumperbórat-bleikiefni. Bórsýra er líka mikilvægt bórsamband og mikið af því er selt til notkunar í vefnaðarvörur. Önnur bórsambönd lofa góðu í meðferð við liðagigt. Samsætan bór-10 er notuð sem hemill í kjarnaofnum sem vörn gegn kjarnageislun og í tæki sem notuð eru til að finna nifteindir. Bórnítríð er búið athyglisverðum eiginleikum þannig að það má nota til að framleiða efni sem er jafn hart og demantar.


Hýdríðin oxast auðveldlega með umtalsverðri orkuútlausn og hafa verið rannsökuð til notkunar sem eldflaugaeldsneyti, einnig er vaxandi spurn eftir bórglóþráðum sem er létt og mjög sterkt efni til notkunar í hágæða geimtæknivirkni.


Sem frumefni telst bór ekki hafa eiturverkanir og krefst ekki sérstakrar aðgæslu við meðhöndlun en sum hinna flóknari bórvetnissambanda eru tvímælalaust eitruð og krefjast aðgæslu.

Höfundur: Valgerður Steingrímsdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK