Til baka
 

 

Klór - Cl


Sætistala: 17
Atómmassi: 35,453


Bygging atóms: Rafeindaskipan klóratóms er:
1. hvolf 2e-, 2. hvolf 8e- og 3. hvolf 7e-. Það leitast við að taka til sín eina e- til að verða stöðugt, en þá er það orðið mínushlaðin jón.

Nafnið klór er tikomið af því að maður að nafni Davy nefndi það “chloride” árið 1810 enþað er enska orðið yfir klór. 

Það er að finna á mjög mörgum stöðum í náttúrunni og þá helst í sjó en þá í formi natríumklóríðs eða matarsalts. Klór er með þeim frumefnum sem mest finnst af í náttúrunni og það sameinast öðrum frumefnum til að halda uppi lífi og náttúrulegum ferlum sem hafa byggt upp umhverfi okkar í þúsundir ára. Klór er fundið í jörðinni sjálfri og eins og áður sagði í sjónum, sem hylur um 70% jarðar. Það er undirstöðuatriði til að líf platna og dýra sé mögulegt á jörðinni. Náttúran og klór geta gert ótrúlega hluti, eins og að búa til verkjalyf 200 sinnum sterkari en morfín en án allra hliðarverkanna.

Klór er afar fjölhæf framleiðsluvara sem býður upp á ýmsa framleiðslukosti. Alveg frá því að vera saltið sem þú lætur út á matinn þinn og alveg yfir í bleikiefnið sem er í klósettpappír. Klór er notaður í framleiðslu fína plastsins sem er nauðsynlegt í geisladiska til þess að ná fram kristaltæru hljóði. Svokallað PVC er ákveðin blanda af plasti þar sem klór er notað. Þessi plastblanda er notuð í framleiðslu blóðpoka, og ef hún væri ekki til væru ekki til blóðpokar sem hafa bjargað óteljandi lífum. Sem sagt, enginn klór, ekkert líf og engin tónlist. Klór er einnig notaður í úti sundlaugar til að drepa bakteríur og skordýr. Ef sundlaug væri full af vatni og enginn klór, þá myndu sundlaugargestir eflaust verða “þurrir” og skrýtnir í augunum. Ekki veit ég af hverju það stafar en það er eins og að klórinn “mýki” vatnið. 
Klór er allstaðar. Hvað sem þú gerir, færð þér vatnsglas, tekur lyf eða burstar tennurnar, hefurðu líklega oftast hag af klórefnasamböndum. 

 
Höfundur:
Ragnhildur Lena Helgadóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK