Sætistala:
13
Atómmassi:
27
Bygging
atóms: Atómið
hefur 2 rafeindir á 1. hvolfi, 8 á 2. hvolfi og
3 rafeindir á 3.hvolfi.
Eðlismassi
áls er 2,70 g/ml og hefur bræðslumarkið
660,4 °C.
Ál
er dregið af alumen og fannst árið 1827.
Ál
er talið þriðja algengasta frumefnið. Það
hefur einnig alltaf verið notað til geysimargra hluta,
allt frá tannkremstúpum til flugvélavængja.
Ál er létt, leiðir vel rafmagn og hita og
er tæringarþolið. Hægt er að búa
til ýmislegt úr álinu eins og hefur komið
fram hérna áður, þar má nefna
m.a. flugvélar, reiðhjól, gluggaramma, málningu,
potta, pönnur og rafleiðslur. Það eru til
yfir 80 tegundir af málmum þannig hægt er
að velja á milli mismunandi tegunda. Ál og
járn eru lang algengustu tegundirnar af málmategundum
og munurinn á þeim tveim er aðallega þyngdin
en járnið er mikið þyngra og dekkra. En
álið er silfurhvítt, létt og sterkt:)
Ál
er algengasti málmur í jarðskorpunni og er
það einkum unnið úr bergtegund sem kallast
báxít.
Heimildaskrá:
Jón
Eyþórsson 1968.Efnið. Almenna bókafélagið
Dóra
Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir
1990. Íslenska alfræðiorðabókin.
Örn og Örlygur.
Sigríður
Harðadóttir og Hálfdán Ómar
Hálfdánsson 1994. Alfræði unga fólksins.
Örn og Örlygur.
Höfundur:
Helga Sólveig Aðalsteinsdóttir, Nát
123
|