Til baka 
 
 
Vetni - H

 

Sætistala: 1
Atómmassi: 1,008

Bygging atóms: Vetni er í flokki 1 og er fyrst í lotukerfinu. Sætistala vetnis er 1 sem þýðir að það hefur eina róteind og eina rafeind. Vetni hefur aðeins eina rafeind á ysta hvolfi, sem er reyndar bara eitt, og hefur því bara eina gildisrafeind. Massatala vetnis er 1,008 sem finnst með því að leggja saman nifteindir og róteindir.

Eðlismassinn er 0,0899gr/1.
Bræðslumark frumefnisins er -259,1C.
Suðumark frumefnisins er -252,8C.

Vetni er frumefni og það er táknað með H en heitir annars hydrogen. (Því miður þá fann ég ekki hvernig nafnið er til komið.) Vetni er í raun eldfimt gas sem binst súrefni og myndar vatn. Vetni er bæði lit- og lyktarlaust.

0,01% af lofthjúpi jarðar er vetni en 0,9% af massa jarðskorpunnar. Það er bundið í efnasamböndum, einkum vatni. Í náttúrunni koma fyrir þrjár samstæður vetnis, þær eru einvetni sem er um 99,985% alls vetnis. Tvívetni sem er um 0,015% alls vetnis og þrívetni sem er geislavirkt og mjög óstöðugt.

Vetni er algengast frumefnið í geymnum, það kemur fyrir í langflestum lífrænum efnum og öllum sýrum.

Höfundur: Hugborg Hjörleifsdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK