Sætistala:
Atómmassi:
Vetni er
í fyrstu lotu og í flokki eitt.
Vetni er
einfaldasta, léttasta og algengasta frumefni alheimsins.
Því er haldið fram að öll önnur
efni séu af vetni komin. Vetni finnst ekki í andrúmsloftinu
en það er hluti af efnasambandinu H2O eða vatni.
Stjörnurnar (og þar á meðal sólin
okkar) eru að mestu samsett úr vetni, en orkan frá
þeim myndast vegna vetnissamruna. Vetnissprengjur byggjast
einnig á samruna vetnis við mjög hátt
hitastig.
Efnafræðilegir
eiginleikar vetnis líkjast bæði eiginleikum
málma og málmleysingja, og getur það
bæði tengst við málmleysingja (t.d. klór)
og málma (t.d. tin). Vetni myndar ásamt kolefni
hin margvíslegustu efnasambönd, svo sem sykrur og
kolvatnsefni. Ef vetni blandast við kolefni og ildi þá
myndast hinar orkuríku sykrur, svo sem glúkósa.
Höfundur:
Brynhildur Dögg,
Nát 123
|