Til baka 
 
 
Rúbidíum - Rb

 

Sætistala: 37
Atómmassi: 85,467

Bygging atóms: Rúbidíum hefur 37róteindir (p+), 48niftendir (n°) í kjarna atóms og 36rafeindir (e¨) á ytri hvolfum atómsins.


Efnið í fyrsta flokki í lotukerfinu = Alkalímálmum og eðlismassinn er 1,53 g/ml.

Nafnið er dregið úr latínu, Rubidius, og merkir dýpsti rauður. Þrátt fyrir nafnið er málmurinn silfurhvítur, en nafngiftin kemur frá því að málmurinn var fundinn með notkun litrófsgreinis og var nafnið gefið eftir sterkasta ljósinu í litrófi hans (djúprautt).

Rúbidíum er alltof hvarfgjarnt til þess að geta fundist sem hreinn málmur í náttúrunni. Vegna þess hversu hvarfgjarnt Rúbidíum er verður það að vera geymt í olíu eða loftæmdu hylki, eins er það með alla hina Alkalímálmana nema Liþíum.

Rúbidíum talið vera 23. algengasta frumefnið í jarðskorpunni en einnig má finna örlítið magn af Rúbidíum í t.d., Sólinni, loftsteinum, sjó, ám og lækjum
Einnig má finna Rúbidíum í kaffi, te og tóbaki. Endurvinnsla á Rúbidíum er engin.

Það er þrennt sem er sérstaklega merkilegt við notagildi Rúbidíum:

  1. Hægt er að nota það til að rekja geislavirkni.
  2. Hægt er að nota það til að aldursgreina hluti
  3. Að vegna hvarfgirni sinnar er hægt að nota það til að búa til algjört loftrými. (Ef þú hendir bút af Rúbidíum í lokað glas þá "eyðist" allt súrefnið í glasinu og þá myndast algert loftrými.)

Annað forvitilegt: Rúbidíum uppgvötvaðist árið 1861 í Þýskalandi af Robert Wilhelm Bunsen (1811-1899) og Gustav Robert Kirckoff (1824-1887) en það voru þeir sem fundu upp litrófsgreinin.


Alkalímálmar eru mjög mjúkir málmar þar á meðal Rúbidíum. Rúbidíum getur verið eitrað við inntöku, Rúbidíum hefur ekkert líffræðilegt hlutverk en er sagt hvetja efnaskiptin Í líkamanum kemur Rúbidíum oft í staðinn fyrir Kalíum og of mikið af Rúbidíum getur verið hættulegt. Banvæn inntaka er : 3800 mg á hvert kíló. Dagleg inntaka í t.d. mat er 105 - 6 mg. Magn í venjulegri (70 kg) manneskju er um 680 mg.

Heimildaskrá

http://www.webelements.com/webelements/index.html

Íslenska alfræðiorðabókin
Örn og Örlygur, Reykjavík, 1982

Kerrod, Robin og Ardley, Neil
Efni og orka, 1982
Örn og Örlygur, Reykjavík


Höfundur: María Ögn Guðmundsdóttir, Nát 123

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK