Til baka
 

 

Ál - Al

 

Sćtistala: 13
Atómmassi:

Bygging atómsins: Al3+:

Ál er þriðja algengasta frumefni jarðskorpunnar, næst á eftir súrefni og kísil, og nemur það um 8% af þyngd hennar. Ál finnst í jarðvegi, flestum bergtegnundum, öllum leirtegundum, í matvælum, mannslíkamanum, gróðri, vatni og meira að segja í rykögnum í andrúmsloftinu. Af öllum málmum á jörðinni er mest til af áli, sem er t.d. 800 sinnum algegnara en kopar, sem menn hafa þekkt og notað í mörg þúsund ár.

Ál vinnst aðallega úr einni bergtegund, baxíti sem finnst aðallega á breiðu belti við miðbaug jarðar. Úr baxítier súrál unnið en það er efnasamband súrefnis og áls og það líkist hvítum sandi. Súrál er svo meginhráefnið í álframleiðslu, en með rafstraumi er hægt að kljúfa það í frumefni sín.

Torvelt reyndist að skilja álið frá súrefninu og tókst það ekki fyrr en snemma á 19. öld. Breski efnafræðingurinn Humphry Davy komst að þeirri niðursröðu árið 1807 að súrál væri efnasambandi súrefnis og óþekkts málms sem hann nefndi "alminum". Hann reyndi mikið til að reyna að kljúfa þetta efnasamband og þá rafgreiningum og notðai til þessrafmagn úr rafhlöðum. Honum tókst ekki að búa til hreint ál en hann gat þó gert álblöndu.

Næstur í þessum rannsóknum var danski eðlis- og efnafræðingurinn Hans Christian Ørsted og tókst honum árið 1825 fyrstur manna til að framleiða hreint ál. Á eftir honum kom eðlisfræðingurinn Fredrisch Wöhler árið 1827. Hann fann upp aðra aðferð til að vinna áæ. Á eftir Wöhler kom frakkinn Sainte-Claire Deville árið 1854 og gat hann framleitt 200 tonn af áli á 35 árum. Álið var sett fram á heimssýningu í París árið 1855 og vakti það þá fyrst heimsathygli. Um svipað leyti fann Þjóðverjinn Siemens upp rafalinn og Austurríkismanninum Karl Josef Bayer datt í hug aðferð til að vinna súrál úr bátíti. Þar með var lagður grundvöllurinn að áliðnaði sem dólst í því að vinna ál úr súráli með rafgreiningu og þar með var sigurför álsins um heiminn hafin.

Eðlisþyngd áls er aðeins þriðjungur af eðlisþyngd stáls. Með því að blanda það öðrum málmum, t.d. kopar, magnesíum eða mangani, er hægt að auka styrkleika þess verulega. Komist ál í snertingu við súrefni , myndast á því húð sem ver það gegn tæringu. Ál leiðir vel rafmagn og varma, endurkastar ljósi og hita ágætlega, segulmagnast lítið. Málmurinn er sveigjanlegur og bræðslumark hans er aðeins 660°C og er auðmótanlegt bæði heitt og kalt. Það er ekki eldfimt og hentar því vel í byggingar og ökutæki og það bráðnar án þess að gastegundir myndist. Það þarf aðeins 5% af orkunni sem er notuð við frumvinnslu áls til endurvinnslu þess. Þess vegna er ál oft kallað græni málmurinn.


Heimildir:

http://www.isal.is/grein.asp?treeid=&parent=12
http://wwwisal.is/grein.asp?treeid=35&parent=12

Höfundur: Dagbjört Ósk Heimisdóttir, Nát123

 

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK