Sćtistala: 1
Atómmassi: 1,008
Bygging
atómsins: Vetni er mjög einfalt, léttasta
frumefni í heiminum. Það er byggt úr
einni róteind og einni rafeind. Útaf þessum
einfaldleika er haldið að vetni sem uppspretta allra
annarra frumefna.
Vetni er
frumefni sem fyrirfinnst í óþrjótandi
magni í náttúrunni, einkum í vatni.
Tákn frumefnanna eru ýmist dregin af orðum
úr grísku eða latínu, þannig
er tákn vetnis dregið af gríska orðinu
hydrogen = vatnsmyndari..
Þegar vetni sleppur út í andrúmsloftið,
er það svo létt að það dreifist
strax uppí loftið, það er 14 sinnum léttara
en loft, það þýðir að vetni fellur
ekki niður á jörðina, eða festist í
fötum, það hreyfist sjálft.
Með
rafgreiningu er vatn klofið í frumeindir sínar,
vetni og súrefni. Þegar vetni er brennt í
andrúmslofinu eða í hreinu súrefni
losnar sú orka sem fór í rafgreininguna.
Eina úrgangsefnið er vatnsgufa auk þess sem
vetni er tiltölulega ódýrt. Fjöldin
allur af bílum, rútum og jafnvel flugvélum
sem nota vetni sem orkugjafa hefur þegar verið hannaður
og tvær raforkustöðvar hafa verið byggðar
í tilraunaskyni, ein í Saudi Arabíu og
önnur í Þýskalandi.
Í
rannsókn sem nýverið var framkvæmd á
vegum ýmissa náttúruverndarsamtaka kom
það í ljós að 40% bíla og
skipaflota okkar Íslendinga gæti verið orðin
vetnisknúin fyrir árið 2020. Þetta eru
tíðindi sem ættu að gleðja alla sem
hafa fylgst með fréttum um sífellt aukin mengunarvandamál
í heiminum en víst er að margir hafa svitnað
yfir sífelldum hrakspám sérfræðing
í þessum efnum.
Nýverið
var birt grein sem nefnd á vegum nokkurra þjóða
gaf út og þar var niðurstaðan sú
að Ísland væri allra best stakk búið
til vetnisframleiðslu af þjóðum heims.
Náttúruverndarsinnar hafa löngum verið
háværir í mótmælum sínum
á móti virkjun hálendisins, þeir
segja að þarna séum við að eyðileggja
eitt stærsta ósnerta landsvæði í
heiminum. En hvað gætum við fengið í
staðinn? Við gætum verið að sjá
fram á að skapa okkur auðlind þar sem eini
úrgangurinn er vatn. Erum við virkilega ekki tilbúin
til að fórna afskekktum landsvæðum sem
meirihluti Íslendinga á sennilega aldrei eftir
að líta augum fyrir auðlind sem gæti íframtíðinni
orðið okkar helsta lífsbjörg og verður
það að auki til þess að minnka útblástur
mengandi efna út í andrúmsloftið. Það
getur ekki talist slæmur kostur fyrir litla þjóð
sem byggir tilvist sína að mestu leiti á viðkvæmum
fiskistofnun að eignast útflutningsafurð sem
getur skapað okkar litlu þjóð mikil verðmæti
og hjálpað okkur að búa við örugga
afkomu af auðlind sem aldrei þrýtur.
Höfundur: Guðrún Jónína Sigurpálsdóttir,
Nát123
|