Til baka
 

 

Vetni - H

 

Sćtistala: 1
Atómmassi: 1,008

Bygging atómsins: Sætistala vetnis er 1og segir hún okkur það að vetni hefur eina róteind. Massatala vetnis er einn og þýðir það að vetni hefur aðeins eina róteind en enga nifteind í kjarna. Vetni hefur aðeins eitt hvolf og á því hvolfi eina rafeind. Það eru alltaf jafn margar rafeindir og róteindir. Það er ein róteind í kjarna vetnis, eða hydrogen eins og það heitir á ensku, og ein rafeind flögrandi á fyrsta og eina hvolfi vetnisins.

Hydrogen eða vetni eins og það er kallað á íslensku er eitt mikilvægasta frumefnið í heiminum, u.þ.b 90% af efnum í heiminum eru gerð að einhverju leiti úr vetni og er vetni talið vera um þrír fjórðu hlutar af þyngd jarðar.Vetni er eitt af þeim frumefnum (atómum) sem flestir hafa heyrt um. Vetni er talin vera góður arftaki bensíns í orkugjafa. Vetni er að finna í óþrjótandi magni í náttúrunni einkum í vatni. Vetni og súrefni mynda vatn og með því að kljúfa vatnið fær maður vetni sem orkugjafa og meira súrefni fyrir okkur jarðarbúa. Með því að taka vatn úr lóni sem endurnýjast stöðugt er þetta góður kostur sem framtíðarorkugjafi en það eru margir ókostir við vetni sem orkugjafa og er hægt að skrifa fimm blaðsíðna ritgerð um það.

Nafn vetnisins var sett fram af manni er hét Lavosier. Hann setti fram nafnið hydrogen 1776.

Höfundur: Alexander Elfarsson, Nát123

 

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK