Til baka
 

 

Helíum - He

 

Sćtistala: 2
Atómmassi: 4

Bygging atómsins: Helíum hefur 2 róteindir svo að sætistala þess í lotukerfinu er 2. Einnig hefur það tvær rafeindir, því að rafeindir og róteindir eðallofttegunda eru alltaf jafn margar og rafeindir þess raðast niður á eitt hvolf. Atóm sem ekki hafa fullskipuð rafeindahvolf geta myndað svonefndar jónir en þá hefur þau annaðhvort misst rafeind/ir eða tekið við og eru því orðin hlaðin (annað hvort - eða + hlaðin). Eðallofttegundirnar geta ekki myndað jónir. Nifteindir í kjarna helíums eru 2 svo að massatala helíums er 4. Massatala er fjöldi róteinda + fjöldi nifteinda.

Helíum er eitt af þeim rúmlega 109 frumefnum sem til eru í dag. Það er í fyrstu lotu lotukerfisins sem þýðir að rafeindir þess raðast niður á eitt hvolf. Helíum er efst til hægri í lotukerfinu og tels til eðallofttegunda. Það eru þau efni sem taka sjaldan þátt í efnahvörfum við önnur efni af því að rafeindahvolf þeirra eru fullskipuð. Önnur frumefni leitast eftir að vera eins og eðallofttegundirnar. Þær má finna í dálknum lengst til hægri í lotukerfinu.

Helíum er náttúruleg lofttegund sem fyrirfinnst í andrúmsloftinu. Það er litar- og
lyktarlaust og ekki hættulegt heilsu manna. Það er semsagt óbrennanlegt og ekki sprengifimt. Helíum er léttara en andrúmsloftið og leitar því upp.

Notkun helíums: Helíum er léttara en andrúmsloftið og er þess vegna of notað í blöðrur.


Höfundur: Sóley Emilsdóttir, Nát123

 

Fjölbrautaskólinn viđ Ármúla, október 2002/GS, RÁG, SK